fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Faðir fjöldamorðingjans í Colorado brást óvenjulega við fregnunum af ódæðinu

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir kvársins sem er grunað um að hafa banað fimm og sært aðra 18 á næturklúbb í Colorado í Bandaríkjunum sagði í samtali við fjölmiðla að hann hafi hrósað barni sínu fyrir „ofbeldisfulla hegðun“.

Hið grunaða kvár er nú í varðhaldi og á yfir höfði sér ákæru fyrir fimm morð eftir að hafa ráðist inn á hinsegin skemmtistað í Colorado Springs á laugardagskvöldið. Hið grunaða hefur verið nafngreint í fjölmiðlum sem Anderson Lee Aldrich sem er 22 ára að aldri. Verjendur Anderson hafa greint frá því að hán sé kynseginn og noti kynsegin fornöfn.

Faðir AndersonAaron Brink, sagði í samtali við fjölmiðla að þegar hann frétti af skotárásinni hafi hann fengið áhyggjur af því að barn hans væri samkynhneigt.

Aaron er fyrrum MMA bardagamaður og klámstjarna og segir að þar til fyrir um hálfu ári síðan hafi hann talið að barn hans hefði tekið eigið líf.

Andersson hét áður Nicholas Brink en breytti nafni sínu árið 2016 til að verja sig frá því að vera tengt blóðföður sínum og glæpsamlegri fortíð hans. Faðirinn, Aaron segir að barnsmóðir hans hafi greint honum frá því að barn hans hafi tekið eigið líf. Hann sagði – og vísar til barns síns með karlkyns fornöfnum – í samtali við CBS 8: „Ég hélt að hann væri dáinn. Ég syrgði hann. Ég hafði farið í gegnum taugaáfall og taldi mig hafa misst son minn.“

Aaron talaði líka um að þegar lögmenn Anderson hafi haft samband til að tilkynna honum að barn hans væri viðriðið skotárásina á skemmtistaðnum hafi Aaron orðið feginn að frétta að barn hans væri ekki samkynhneigt.

„Þeir fóru að segja mér frá uppákomunni, skotárás gegn fjölda einstaklinga. Og svo frétti ég að þetta hefði verið hommabar. Ég varð hræddur. Sjitt er hann hommi. En hann er ekki hommi svo ég sagði hjúkk.“

Hann bætti svo við að hann hefði ekki hugmynd um hvað barn hans gæti hafa viljað inn á „hommabar

„Ef hann er sakaður um þetta þá er ég feginn að hann er ekki hommi.“ 

Aaron útskýrði að hann væri mormónatrúar og þar að auki íhaldssamur repúblikani. „Við hommumst ekki, það eru engir samkynhneigðir í kirkju mormóna,“ bætti hann við.

Hann sagði fjölmiðlum einnig að hann hefði áður hrósað barni sínu fyrir ofbeldisfulla framkomu. „Ég sagði honum að ofbeldi virki, það virkar hratt og þú færð tafarlausa niðurstöðu.“

Aaron bað í kjölfarið fjölskyldur fórnarlamba árásarinnar afsökunar og bað einnig um að fólk fyrirgefi barni hans.

„Ég samhryggist ykkur. Lífið er svo brothætt og dýrmætt. Líf þessara einstaklinga var dýrmætt. Þið vitið að þau voru dýrmætt. Þau eru líklega gott fólk. Þetta er ekkert til að myrða fólk fyrir og mér þykir leitt að ég hafi brugðist syni mínum. Ég elska son minn sama hvað. Ég elska son minn. Plís fyrirgefið syni mínum.“ 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?