fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Segja erfitt fyrir aðrar vitsmunaverur að finna jörðina

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 9. október 2022 22:00

Jörðin séð frá Apollo 17. Mynd/NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eru vitsmunaverur einhvers staðar úti í geimnum sem eru að leita að jörðinni okkar? Sumir telja að geimför og geimverur hafi komið hingað til jarðarinnar en það hefur aldrei verið sannað. En gæti ástæðan fyrir því að við vitum ekki um líf á öðrum plánetum verið að það sé svo erfitt að finna jörðina?

Það segir hópur alþjóðlegra sérfræðinga að minnsta kosti eftir því sem segir í Physics World.

Með því að nota gögn frá Gaia-geimfari Evrópsku geimferðastofnunarinnar, sem ná til 1,1 milljarða stjarna, hefur hópurinn rannsakað hvernig jörðin sést frá öðrum stöðum í geimnum. Stöðum þar sem hugsanlegt er að tæknivædd vitsmunasamfélög séu til, samfélög sem rannsaka himingeiminn eins og við.

Þeir skiptu himinhvolfinu upp í mismunandi svæði og kortlögðu hvaðan væri hægt að sjá að jörðin sé þar sem hún er.

Niðurstaðan var að ef það eru samfélög vitsmunavera við hverja einustu stjörnu, sem hafa náð svo langt að tæknilega séð að þau geta fundið aðrar stjörnur og plánetur, þá sé það sárasjaldan á ári sem þau geta fundið jörðina.

Besta staðsetningin til að sjá jörðina er að vera í útjaðri Vetrarbrautarinnar með jörðina í sömu línu og miðja hennar. Hins vegar eru mjög fáar stjörnur í útjaðri Vetrarbrautarinnar og því væntanlega fá vitsmunasamfélög þar sem eru að leita að lífi á öðrum plánetum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn