Aftonbladet skýrir frá þessu og segir hafa heimildir fyrir að sjálfvirku skotvopni hafi verið beitt við árásina.
Á 13 dögum hafa fimm skotárásir verið gerðar í bænum.
Sú fyrsta var gerð 23. september, þá kom særður maður inn á sjúkrahúsið í bænum. Hann er sagður tengjast þekktu glæpagengi í bænum.
Sú næsta var gerð 28. september, þá var maður skotinn við leikvöll að kvöldi til.
Sú þriðja var gerð 30. september, þá var 19 ára piltur skotinn til bana við leikvöll.
Sú fjórða var gerð 1. október, þá var karlmaður á fimmtugsaldri skotinn til bana við skóla.
Sú fimmta var síðan gerð í gær og eins og fyrr sagði lést 19 ára piltur í henni.