Aftonbladet hefur eftir talsmanni lögreglunnar að margar tilkynningar hafi borist um skothvelli og hafi fólk sagst hafa heyrt 5-6 hvelli.
Þegar lögreglan kom á vettvang fann hún unga manninn sem var strax fluttur á sjúkrahús. Hann hafði verið skotinn í fótlegg og var strax sendur í aðgerð.
Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.