fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Tók þvottabjörn með á hamingjustund á barnum – Það endaði illa

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 1. október 2022 19:00

Mynd úr safni. Mynd:Peninsula Humane Society & SPCA (PHS/SPCA)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega tók Erin Christensen, 38 ára íbúi í Norður Dakóta í Bandaríkjunum, þvottabjörninn Rocky með sér á bar. Þar var svokölluð „Happy hour“ þegar þau bar að garði. Ekki er vitað af hverju Erin tók Rocky með sér á barinn, hvort hana vantaði félagsskap eða vildi bara bjóða honum upp á drykk.

En hvað sem því líður þá var þetta ekki góð hugmynd. The Guardian segir að Erin hafi verið handtekin vegna málsins og eigi allt að tveggja ára fangelsi yfir höfði sér og 7.500 dollara sekt.

Barþjónn sagði að Rocky hafi ekki bitið neinn gest en samt sem áður voru heilbrigðisyfirvöld ekki hrifin af þessu uppátæki. Ástæðan er að þvottabirnir geta borið hundaæði með sér. Það er banvænn sjúkdómur sem getur borist í fólk ef það er bitið af smituðu dýri og það sama á við um dýr, þau geta líka smitast.

Lögreglunni var því tilkynnt um málið og Erin var handtekin í kjölfarið. Hún sagðist hafa fundið Rocky í vegkanti þremur mánuðum áður og hafi ætlunin verið að sleppa honum aftur út í náttúruna þegar hann væri búinn að jafna sig alveg en hann var að hennar sögn ansi slappur þegar hann fannst. En hann komst ekki aftur út í náttúruna því heilbrigðisyfirvöld aflífuðu hann. Sýnataka leiddi í ljós að hann var ekki með hundaæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Í gær

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys