fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

„Sögulega erfiðar aðstæður“ – Danir mega eiga von á fyrirvaralausu rafmagnsleysi í vetur

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 1. október 2022 18:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef veturinn verður í kaldara lagi og staðan í orkumálum batnar ekki geta Danir átt von á því að lokað verði fyrir rafmagnið hjá þeim í tvær klukkustundir af og til án þess að tilkynnt verði um lokunina fyrir fram. Ástæðan er einfaldlega að það verður ekki nægilegt rafmagn fyrir alla.

Í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins um málið kemur fram að yfirvöld séu nú að fínpússa neyðaráætlanir sínar fyrir veturinn. Í þeim er gert ráð fyrir að til þess geti komið að loka þurfi fyrir rafmagn.

Góðu fréttirnar eru þó þær að ekki er öruggt að grípa þurfi til þessar áætlana. Kristoffer Böttzauw, forstjóri Energistyrselsen (danska orkustofnunin) sagði að samkvæmt núverandi spám verði ástandið ekki svo slæmt í vetur en líkurnar á því hafi aukist. Hann sagði að það séu ansi mörg ár síðan yfirvöld hafi unnið með sviðsmyndir sem þessar. Ef veturinn verði mjög harður og kaldur og um leið ekki mjög vindasamur þá komi ekki nóg orka frá vindmyllum landsins og þá steðji ákveðnir erfiðleikar að orkukerfinu.

Kristian Ruby, forstjóri samtaka evrópska rafmagnsfyrirtækja, Eurelectric, tók undir orð Böttzauw og sagði stöðuna sögulega erfiða. Nú verði að miða undirbúninginn við erfiðustu stöðuna í mörg, mörg ár. „Ég hika ekki við að segja 40-50 ár,“ sagði hann.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn