fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Látinn maður kom til að sækja lífeyrinn sinn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. janúar 2022 07:07

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn gengu tveir menn inn á pósthús í Carlow sýslu á Írlandi og voru með þann þriðja með sér. Erindið var að sækja lífeyri þess þriðja. Kannski ekki óeðlilegt í sjálfu sér nema hvað lífeyrisþeginn var látinn.

Mennirnir höfðu klætt manninn og reynt að láta líta út fyrir að hann væri á lífi. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að þessi óvenjulega atburðarás hafi hafist um klukkan 11.30 þegar annar mannanna kom inn á pósthúsið og sagðist vera að sækja lífeyrinn fyrir gamlan mann. Irish Times segir að honum hafi verið neitað um lífeyrinn og sagt að lífeyrisþeginn yrði að koma í eigin persónu til að sækja hann.

Maðurinn fór þá en kom aftur skömmu síðar með öðrum manni auk lífeyrisþegans. Tvímenningarnir studdu hann og fóru fram á að fá lífeyrinn hans greiddan.

En gjaldkeranum leist ekki á blikuna og neitaði að greiða þeim lífeyrinn og flúðu mennirnir tveir þá af vettvangi og skildu líkið eftir. Irish Times segir að hinn látni hafi þekkt mennina tvo.

Lögreglan er nú að rannsaka málið og bíður eftir niðurstöðu krufningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“
Pressan
Fyrir 3 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist
Pressan
Fyrir 6 dögum

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð