fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Tíu hlutir sem þú þværð örugglega aldrei en ættir að þvo

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 23. janúar 2022 21:00

Það þarf að þvo þetta sturtuhengi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það velkjast eflaust fáir í vafa um að það er undarlegt og sóðalegt að þvo aldrei fötin sín en sama máli gegnir ekki um marga hluti sem við notum daglega. Þá þvoum við ekki oft og suma eflaust aldrei.

Meðal þessara hluta eru handtöskur, íþróttatöskur, margnota innkaupapokar, þvottastampar, sturtuhengi, baðmottur, sængur og koddar, taudýr, moppur og dyramottur.

Hvað varðar handtöskur þá tekur fólk þær yfirleitt með sér hvert sem það fer. Þær standa oft á gólfinu í strætó eða inni á baðherbergi. Þær eru því auðvelt „skotmark“ baktería.

Ekki gleyma að þvo íþróttatöskuna þína. Mynd:Getty

Það segir sig auðvitað sjálft að íþróttatöskur geta verið kjörlendi fyrir bakteríur því við erum oft með blaut handklæði, skítuga skó og svitalyktandi íþróttafatnað í þeim. Það er því snjallt að þvo þær öðru hvoru.

Margnota innkaupapokar eru yfirleitt notaðir til að flytja matvörur í og því segir það sig sjálft að það þarf að þvo þá öðru hverju.

Við hendum óhreina fatnaðinum okkar í þvottastampinn en fæstir hugsa út í að það sé líka góð hugmynd að þvo stampinn. Bakteríur úr óhreinum fatnaði geta orðið eftir í honum og því er rétt að þvo hann öðru hverju.

Sturtuhengið er fullkomið fyrir bakteríur og myglusvepp og því er mikilvægt að þvo það nema maður vilji auðvitað að það sé ógeðslegt.

Baðmottur eru einnig fullkominn bústaður fyrir bakteríur og myglusvepp og því rétt að þvo þær að minnsta kosti tvisvar í mánuði.

Ætli hún hafi þvegið sængina og koddann?

Sængur og kodda þarf að þvo einu sinni til tvisvar á ári til losna við ryk og rykmaura úr þeim. Mundu bara að lesa þvottaleiðbeiningarnar vel áður.

Tuskudýr enda oft í munni ungra barna og því er mikilvægt að þau séu ekki full af bakteríum. Flest má þvo í þvottavél en lestu vel á miðann áður en þú hefst handa við þvottinn.

Moppur eru auðvitað notaðar til að þrífa gólf og því verða þær auðvitað skítugar og því er mælt með því að þær séu þvegnar eftir hverja notkun.

Margir viðra dyramotturnar sínar reglulega og berja ryk og drullu úr þeim en það getur verið góð hugmynd að þvo þær vel með vatni og sápu til að gera út af við bakteríur í þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta