fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
Pressan

Andsnúin bólusetningum og lyfjagjöf – Urðu átta ára dóttur sinni að bana

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 22. janúar 2022 18:32

Elizabeth Rose Struhs. Mynd:7News

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 11. Janúar fann lögreglan í Queensland í Ástralíu Elizabeth Rose Struhs látna á heimili sínu. Hún var átta ára.  Lögreglan telur að hún hafi látist þann 7. janúar. Hún þjáðist af sykursýki og telur lögreglan að foreldrar hennar, sem eru andstæðingar bólusetninga og lyfja almennt, hafi hætt að gefa henni lyf við sykursýkinni í byrjun árs. Þau hafa verið handtekin og kærð fyrir að hafa orðið dóttur sinni að bana.

Lögreglan telur að foreldrarnir hafi ákveðið að hætta að gefa Elizabeth lyfin sín og biðja fyrir henni þess í stað og treysta á mátt almættisins til að lækna hana. Courier Mail skýrir frá þessu og segir að Jason Struhs, 50 ára, og Kerri Struhs, 46 ára, hafi verið handtekin og kærð fyrir morð, pyntingar og að hafa ekki veitt lífsbjargandi aðstoð.

Foreldrarnir starfræktu kirkju á heimili sínu í Toowoomba og eru sögð hafa trúað á mátt guðs til að lækna sjúkdóma frekar en lyf. Þau eru sögð hafa talið að Elizabeth væri með „orma“ og að guð hefði „100% lofað lækningu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segir að Trump hafi íhugað að hætta eftir „grab ‘em by the pussy“ ummælin

Segir að Trump hafi íhugað að hætta eftir „grab ‘em by the pussy“ ummælin
Pressan
Í gær

Apabóla dreifir sér í Bretlandi – Mæla með þriggja vikna einangrun

Apabóla dreifir sér í Bretlandi – Mæla með þriggja vikna einangrun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Var við dauðans dyr eftir notkun eyrnapinna

Var við dauðans dyr eftir notkun eyrnapinna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði skelfilega uppgötvun í bílnum sínum

Gerði skelfilega uppgötvun í bílnum sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Feðginin sögðu að hún hefði verið drepin af heimilislausum manni – Sannleikurinn var enn óhugnanlegri

Feðginin sögðu að hún hefði verið drepin af heimilislausum manni – Sannleikurinn var enn óhugnanlegri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kirsten var rænt eftir vinnustaðapartý – Við tók hryllingssólarhringur

Kirsten var rænt eftir vinnustaðapartý – Við tók hryllingssólarhringur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvænt uppgötvun um íbúprófen – Má ekki nota samhliða blóðþrýstingslyfjum

Óvænt uppgötvun um íbúprófen – Má ekki nota samhliða blóðþrýstingslyfjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unglingar eru forritaðir til að hunsa móður sína

Unglingar eru forritaðir til að hunsa móður sína