fbpx
Mánudagur 24.janúar 2022
Pressan

Útfararstjórarnir trúðu ekki eigin augum þegar þeir opnuðu kistuna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. janúar 2022 07:04

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur sænskum útfararstjórum brá illa í brún síðasta vetur þegar þeir fóru heim til 55 ára manns. Móðir hans hafði látist nokkrum mánuðum áður en hann átti erfitt með að taka ákvörðun um hvar ætti að jarðsetja hana.

Sænska ríkisútvarpið segir að eftir þrýsting frá félagsmálayfirvöldum hafi maðurinn fallist á að útförin færi fram frá kirkju í Heby og að jarðsett yrði í kirkjugarðinum við hana. Því fóru útfararstjórarnir heim til mannsins til að sækja móður hans.

Þeir sammæltust um að maðurinn fengi 20 mínútur til að kveðja hana í hinsta sinn og á meðan biðu útfararstjórarnir úti en kistan var inni. Þegar þeir komu síðan til að taka kistuna grunaði þá ekki neitt til að byrja með en síðan sáu þeir að eitthvað hafði breyst. Meðal annars var merki á kistunni krullað en það átti það ekki að vera.

Þeir ákváðu því að opna kistuna og þá ráku þeir upp stór augu. Það var ekkert lík í henni en þar voru hins vegar þrír sandpokar.

Á aðeins 20 mínútum hafði manninum tekist að koma kistunni með líki móður sinnar út í garð.

Í ljós kom að maðurinn hafði skipt um kistu. Hann hafði útvegað sér sérsmíðaðan vagn til að koma kistunni út úr húsi og út í garð þar sem hann breiddi ábreiðu yfir hana. Síðan fór hann inn með aðra samskonar kistu.

Annar útfararstjórinn sagði fyrir rétti í vikunni, þegar málið var tekið fyrir, að það væri óskiljanlegt í hans huga að einhverjum geti dottið svona í hug. „Það er óskiljanlegt í mínum huga að einhver hafi skipulagt eitthvað svona,“ sagði hann.

Maðurinn var dæmdur til sektargreiðslu vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögreglan var viss um að hafa fundið morðingja stúlknanna – En málið tók óvænta og banvæna stefnu

Lögreglan var viss um að hafa fundið morðingja stúlknanna – En málið tók óvænta og banvæna stefnu
Pressan
Í gær

Svona oft fær fólk hjartastopp á meðan á ástarleikjum stendur

Svona oft fær fólk hjartastopp á meðan á ástarleikjum stendur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúar sænska bæjarins Fucke vilja breyta nafni hans

Íbúar sænska bæjarins Fucke vilja breyta nafni hans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nefndi son sinn eftir vinnustaðnum sínum – Kannski eitt af undarlegri nöfnum heims

Nefndi son sinn eftir vinnustaðnum sínum – Kannski eitt af undarlegri nöfnum heims
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gaf barnið sitt eftir að hún komst að lygum barnsföðurins

Gaf barnið sitt eftir að hún komst að lygum barnsföðurins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tékknesk söngkona sem smitaðist vísvitandi af Covid lést vegna Covid

Tékknesk söngkona sem smitaðist vísvitandi af Covid lést vegna Covid