fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Andstæðingur bólusetninga hvetur fólk til að drekka þvag til að læknast af COVID-19

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. janúar 2022 05:42

Christopher Key. Skjáskot/Telegram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er líklega óhætt að segja að sumir andstæðingar bólusetninga séu reiðubúnir til að gera allt til að komast hjá því að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni og ef þeir smitast síðan af henni er óhætt að segja að margir séu reiðubúnir að fara óhefðbundnar leiðir. Sumir nota til dæmis sníkjudýralyfið Ivermectin, sem heilbrigðisyfirvöld og framleiðandi lyfsins mæla gegn því að sé notað við COVID-19, og aðrir virðast reiðubúnir til að drekka eigið þvag.

Daily Beast segir að Bandaríkjamaðurinn Christopher Key, sem er þekktur innan raða andstæðinga bólusetninga og kallar sjálfan sig „Bólusetningarlögregluna“ segi fylgjendum sínum að drekka eigið þvag til að læknast af COVID-19.

„Mótefnið sem við höfum séð núna, og við höfum fjölda rannsókna, er þvagmeðferð. Ókei, ég veit að þetta hljómar klikkað í eyrum margra en guð hefur gefið okkur allt sem við þurfum,“ segir Key í myndbandi sem hann birti á Telegram.

Hann tók myndbandið upp skömmu eftir að honum var sleppt úr varðhaldi fyrir að hafa farið ólöglega inn í verslun Whole Foods.  Hann neitaði að bera andlitsgrímu inni í versluninni og var beðinn um að yfirgefa hana. Þegar hann neitaði því var hann kærður til lögreglunnar og handtekinn.

Key hefur verið á ferð um Bandaríkin með það að markmiði að handtaka ríkisstjóra úr röðum Demókrata vegna stefnu þeirra í bólusetningamálum. Hann er að sögn iðinn við að sýna þeim sem efast um boðskap hans „skjöl“ sem „sanna“ að kórónuveiran sé lífefnavopn. Þegar hann er spurður hvaða völd hann hafi til að handtaka ríkisstjóra segir hann að stjórnvöld séu „við fólkið“. Hann segist stefna á að handtaka John Bel Edwards, ríkisstjóra Louisiana, þann 7. febrúar ef hann láti ekki af stefnu sinni varðandi bólusetningar og þá sérstaklega varðandi bólusetningar barna.

Hann hefur sagt fylgjendum sínum að „þvagmeðferð“ hafi „verið notuð öldum saman“ en sagðist skilja ef fólk telji þetta eitthvað undarlegt. „Drekkið nú þvag! Þetta bóluefni er versta lífefnavopnið sem ég hef séð. Ég drekk mitt eigið þvag!“

Hann segir að fólk sem láti bólusetja sig gegn kórónuveirunni sé „bjánar“ og skiptir það hann engu máli að sýnt hefur verið fram á að bóluefnin eru örugg og áhrifarík leið til að vernda fólk gegn verstu einkennum COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta eru gölnustu fullyrðingar Candace Owens um frönsku forsetahjónin – „Er Brigitte Macron faðir hans?“

Þetta eru gölnustu fullyrðingar Candace Owens um frönsku forsetahjónin – „Er Brigitte Macron faðir hans?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Áttræð amma fékk óþægilega heimsókn frá lögreglunni

Sakamál: Áttræð amma fékk óþægilega heimsókn frá lögreglunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýna vinnubrögð lögreglu í óhugnanlegu máli – Hvarf í einu landi en höfuðið fannst í öðru

Gagnrýna vinnubrögð lögreglu í óhugnanlegu máli – Hvarf í einu landi en höfuðið fannst í öðru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir