Samkvæmt fréttum brasilískra fjölmiðla þá komst pilturinn yfir girðingu við skólann á mánudagsmorgun. Hann gekk síðan að Geane da Silva de Brito, 19 ára, og skaut hana tveimur skotum áður en hann dró upp sveðju og stakk hana.
Pilturinn er sagður hafa verið í svartri hettupeysu og með sólgleraugu.
Herlögreglan kom á vettvang innan nokkurra mínútna og skaut árásarmanninn eftir stuttan skotbardaga. Hann var fluttur á sjúkrahús og er í gæslu lögreglunnar þar.
Í ljós kom að hann var með hnífa, skotvopn og heimagerða sprengju á sér.