fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Pressan

Fundu 3,5 tonn af kókaíni sem var á leið til Evrópu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. ágúst 2022 08:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Ekvador lögðu nýlega hald á 3,5 tonn af kókaíni sem var á leið til Evrópu. Efnin voru í bananasendingum sem var búið að setja í gáma.

Dpa skýrir frá þessu. Fram kemur að annar gámurinn hafi átt að fara til Bretlands en hinn til Amsterdam í Hollandi.

Einn hefur verið handtekinn vegna málsins.

Lögreglan fann fyrri gáminn þegar verið var að flytja hann til hafnarinnar í Guayaquil þaðan sem átti að senda hann til Evópu. Í honum voru 92 kassar með samtals 2,3 tonnum af kókaíni.

Hinn gámurinn fannst í ónafngreindri höfn í sama héraði. Í honum voru 87 kassar með 1,2 tonnum af kókaíni.

Á laugardaginn skýrði lögreglan frá því að hún hefði fundið 4.800 niðursuðudósir, sem áttu að innihalda túnfisk, í íbúð í Manta. Í þeim var kókaín.

Ekki er langt síðan að sjóherinn stöðvaði siglingu báts á Kyrrahafi. Um borð í honum fundust 2,2 tonn af kókaíni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg
Pressan
Fyrir 1 viku

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina
Pressan
Fyrir 1 viku

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 1 viku

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 1 viku

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið