fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Kínverskir þjóðernissinnar fagna morðinu á Shinzo Abe

Pressan
Sunnudaginn 10. júlí 2022 07:00

Shinzo Abe, fyrrum forsætisráðherra Japan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan Japanir og heimsbyggðin öll eru miður sín yfir morðinu á Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, þá eru aðrir sem taka tíðindunum með öðrum hætti. Þjóðernissinnar í Kína og Suður-Kóreu hafa fagnað fráfalli stjórnmálamannsins mjög enda var Abe fyrirlitinn af þessum hópum.

Í umfjöllun News.com kemur fram að á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo hefur lítill hluti fólks fagnað morðingja Abe sem hetju og að lýst því yfir að nú væri rétti tíminn til að blása til fagnaðar.

Abe var forsætisráðherra Japans í átta ár en hann steig til hliðar útaf heilsufars áhyggum árið 2020. Hann stóð fyrir ýmsum umbótum í japönsku samfélagi en þá ekki síst í utanríkismálum þar sem hann reyndist Kína óþægilegur ljár í þúfu. Með hann við stjórnvölinn stóðu Japanir upp í hárinu á Kínverjum og ýttu meðal annars Quad-samstarfinu að stað sem var einskonar varnarbandaleg með Bandaríkjamönnum, Áströlum og Indlandi – eitthvað sem Kínverjar líta á sem „hið asíska NATÓ“. Þá reitti Abe Kínverja einnig til reiði með því að stórauka fjármagn sem rann til hernaðar- og varnarmála í Japan.

Margir þjóðernissinnar í Kína eru enn reiðir Japönum fyrir að ráðast inn í Kína í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar árið 1937. Á samfélagsmiðlinum Weibo mátti sjá færslur þar sem sagt var að við hæfi að Abe hafi fallið í valinn einum degi eftir að 85 ár voru liðin frá árásinni.

Árið 2013 heimsótti Abe Yasukuni-hofið í Tókýó til að votta virðingu og biðja fyrir sálum allra þeirra sem börðust og féllu fyrir Japan. Þar hvíla meðal annars hermenn sem börðust í seinni heimsstyrjöldinni og Kínverjar líta á sem stríðsglæpamenn. Heimsóknin vakti mikla reiði meðal stjórnvalda í Kína, ekki síst harðra þjóðernissina. Gaf Abe út yfirlýsingu sama dag um að tilgangurinn hafi alls ekki verið að að votta stríðsglæpamönnum virðingu né bera lof á hernaðarhyggju. Var bent á að tilgangurinn var meðal annars sá að endurnýja heiti um að Japan skuli aldrei aftur heyja stríð

En þrátt fyrir afsökunarbeiðnina hafa margir í Kína haft horn í síðu Abe.

Stjórnvöld í Kína deila þó ekki opinerlega þessu hatri á Abe. Utanríkisráðuneyti Kína lýsti því yfir að Kínverjar væru í áfalli strax eftir árásina. Sendiráð Kínverja í Tókíó sendi fjölskyldu forsætisráðherrans fyrrverandi samúðarkveðjur og sagði Abe hafa átt þátt í að þróa samskipti Japan og Kína frekar á meðan hann sat í embætti forsætisráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða