fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Lögreglan biður um aðstoð við að finna Alcatrazfangana – Nýjar myndir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. júní 2022 22:00

Myndir af þeim ungum að árum og eins og þeir gætu hugsanlega litið út núna. Mynd: US Marshall Services

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 60 árum tókst þremur föngum að flýja úr Alcatraz-fangelsinu sem er á eyju við San Francisco. Ekki er vitað hvort þeir komust lifandi í land eða drukknuðu á flóttanum. Lögreglan hefur aldrei hætt að leita að þremenningunum og hefur nú birt nýjar myndir af þeim eins og þeir gætu litið út í dag ef þeir eru þá á líf. Ef þeir eru á lífi þá eru þeir komnir vel á níræðisaldur.

Í tilkynningu frá US Marshals Service er orðunum beint til fanganna þriggja: „Það skiptir engu hversu langan tíma þetta tekur. Við höldum áfram að leita að ykkur og réttvísin mun ná fram að ganga.“

Almenningur er síðan beðinn um aðstoð og myndir birtar af þremenningunum eins og þeir gætu litið út í dag.

Flóttinn þótti einstaklega djarfur á sínum tíma en mennirnir notuðu eldhúsáhöld og gömul verkfæri til að grafa sig út í gegnum skólpkerfi fangelsisins. Þeir höfðu skipulagt flóttann vel og höfðu meðal annars búið til dúkkuhöfuð úr gifsi, settu húðlit á þau og ekta mannshár til að þau litu sem raunverulegast út. Þeir létu þessi höfuð síðan standa undan sængunum og blekktu fangaverðina þannig, þeir töldu að mennirnir væru sofandi í rúmum sínum. En þá voru þeir komnir út úr fangelsinu og voru væntanlega á fleka í San Franciscoflóa að reyna að komast í land.

Svona blekktu þeir fangaverðina. Mynd:FBI

 

 

 

 

 

 

Þegar upp komst um flóttann hófst umfangsmikil leit en mennirnir fundust ekki. Skiptar skoðanir hafa verið um hvort þeir hafi komist lifandi til lands. Ein kenning er að þeir hafi drukknað á leið til lands því trjábútar, sem líktust árum, heimagert björgunarvesti og gúmmí úr fleka fannst í sjónum eftir flóttann.

En einnig er því haldið fram að þeir hafi komist í land. Mike Dyke, sem stýrði rannsókn málsins um hríð, tengdi mennina við bíl sem var stolið þessa nótt.

En hvað sem því líður þá fundust þeir aldrei og aldrei hefur neitt komið fram sem sannar að þeir hafi komist lifandi í land.

Svona litu dúkkuhöfuðin út. Mynd:FBI

 

 

 

 

 

 

Þremenningarnir höfðu meðal annars hlotið dóma fyrir bankarán og innbrot.

Kvikmyndin „The Escape from Alcatraz“ byggir á flótta mannanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri