fbpx
Miðvikudagur 18.júní 2025
Pressan

Þess vegna geispum við

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. júní 2022 21:00

Ef fólk geispar mikið, getur það verið hættulegt. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ýmsar spurningar sem leita á okkur mennina. Meðal þeirra er hvort við erum ein í alheiminum? Er einhver tilgangur með tilvist okkar? Nú eða af hverjum geispum við og af hverju virðist geispi smita út frá sér?

Geispahugleiðingin er þó kannski ekki ein af stóru hugleiðingum lífsins en hefur samt sem áður oft leitað á fólk.

Nú telja vísindamenn sig vera skrefi nær því að vita af hverju við geispum. ScienceAlert skýrir frá þessu. Fram kemur að ný rannsókn hafi leitt í ljóst að hugsanlega sé geispi aðferð sem félagsdýr nota til að samhæfa hegðun sína og ýtir undir sameiginlega árvekni dýranna.

Það er þróunarlíffræðingurinn Andrew Gallup sem gerði nýju rannsóknina en hún byggist á yfirferð yfir fyrri rannsóknir á þessu sviði. Hann komst að þeirri niðurstöðu að geispi sé nátengdur ákveðnum þáttum: til dæmis að vakna, að sofna eða standa upp frá skrifborðinu og fara í mat. Sem sagt þáttum þar sem ákveðin breyting á sér stað.

Í tengslum við breytingar af þessu tagi gefur meiningu að láta aðra í hópnum vita af breytingunni til að heili þeirra geti brugðist við og jafnvel hresst sig aðeins við og þeir jafnvel tekið við verkefninu.

Í samtali við ScienceAlert sagði Gallup að fólk verði betra í að átta sig á hættumerkjum þegar það er nýbúið að sjá einhvern geispa.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu Animal Behaviour.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Hefja vinnu við uppgröft og vonast til að bera kennsl á lík allt að 800 barna

Hefja vinnu við uppgröft og vonast til að bera kennsl á lík allt að 800 barna
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Harmleikur í Airbnb-íbúð – „Þá væru dóttir mín og barnabarn enn á lífi“

Harmleikur í Airbnb-íbúð – „Þá væru dóttir mín og barnabarn enn á lífi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martröð á opnu hafi – Skútan sökk og við tók barátta upp á líf og dauða

Martröð á opnu hafi – Skútan sökk og við tók barátta upp á líf og dauða
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hún fær að ráða og skyndilega fær hann ekki standpínu“

„Hún fær að ráða og skyndilega fær hann ekki standpínu“
Pressan
Fyrir 2 dögum
Geta konur ratað?