fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Rafmagnsgítar Kurt Cobain seldur á uppboði fyrir himinháa upphæð

Rafn Ágúst Ragnarsson
Mánudaginn 23. maí 2022 21:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafmagnsgítarinn frægi Kurt Cobain notaði í tónlistarmyndbandi lagsins „Smells Like Teen Spirit“ var seldur á uppboði á sunnudag. Hljóðfærið seldist á 4,5 milljónir Bandaríkjadala eða um 585 milljónir í íslenskum krónum. Það er töluvert meira en þær 78 milljónir króna sem gítarinn var settur á.

Eftir langa baráttu hreppti bandaríski milljarðamæringurinn Jim Irsay gripinn en það var uppboðshúsið Julien’s Auctions sem sá um uppboðið. Sjálfur erfði Jim auðæfi sín frá loftræstifyrirtæki föður síns Robert Irsay. Hann er hvað þekktastur sem eigandi bandaríska fótboltaliðsins Indianapolis Colts. Jim á fyrir mikið safn af rokkminjagripum sem hann hefur safnað í gegnum árin en Guitar.com hefur lýst safni hans sem „mesta gítarsafni heims.“

 Cobain-fjölskyldan ætlar að gefa hluta sölugróða gítarsins og annarra gripa tónlistarmannsins heitna í sjóð Irsay-fjölskyldunnar. Samkvæmt Forbes hefur sjóðurinn það að markmiði að efla vitund á bættu geðheilbrigði og fer undir nafninu Kicking the Stigma

Gítarinn var víst í uppáhaldi hjá Cobain. Hann var mikið notaður í tónlistarmyndböndum og til að taka upp plöturnar Nevermind og In Utero. Í síðasta viðtali Cobain við Guitar World sagði hann: „Ég er örvhentur og það er ekki auðvelt að finna gæðagítara fyrir örvhenta á rausnarlegu verði. En af öllum gítörum heims, er Fender Mustang uppáhaldið mitt. Ég hef bara átt tvo slíka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða