Oft eru karlar, almennt séð, sagðir draslarar og ganga sóðalega um og þá sérstaklega unglingar og ungir menn. Þessi fordómar dynja oft á þeim og því er haldið fram að þeir nenni ekki að þrífa , taka til, þvo þvottinn og þess háttar.
Vice segir að af þessum fordómum eigi að minnsta kosti einn við rök að styðjast ef miða má við niðurstöður nýrrar könnunar. Í henni voru 2.250 ungir og einhleypir breskir karlar spurðir út í hreingerningavenjur sínar. Þegar spurt var út í hversu oft þeir skipta á rúminu sínu er óhætt að segja að niðurstaðan hafi verið frekar slæm og hætt við að margar mæður fái fyrir hjartað þegar þær sjá þessar niðurstöður.
Tæplega helmingur sagðist aðeins skipta á rúminu sínu á fjögurra mánaða fresti og 12% sögðu að lengri tími en það gæti liðið á milli þess að þeir skipti um lak og sængurver.
Þetta er nú ekki huggulegt og ekki síst í ljósi þess að við eyðum um þriðjungi lífs okkar í rúminu. Í sængurfatnaðinn berst sviti, dauðar húðfrumur og fleira þegar við sofum. Svo dettur auðvitað eitt og annað í rúmið ef við borðum uppi í rúmi. Það er því mikilvægt að skipta reglulega á rúminu.
Af þessari niðurstöðu má draga þá ályktun að það sé skynsamlegt að hafa sín eigin rúmföt með ef sofa á í rúmi ungs einhleyps manns.
Hér fyrir neðan er myndband sem veitir kannski smá innblástur í hvernig er hægt að skipta hratt
á rúminu.