fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Fyrsta COVID-19 tilfellið í Norður-Kóreu – „Alvarlegt neyðarástand“ – Óttast að landið verði gróðrarstía nýrra afbrigða

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. maí 2022 04:21

Yfirvöld segjast hafa náð stjórn á faraldrinum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norðurkóresk yfirvöld hafa staðfest að COVID-19 hafi greinst í landinu, nánar tiltekið í höfuðborginni Pyongyang. Þetta er í fyrsta sinn sem yfirvöld í landinu staðfesta að kórónuveiran hafi greinst í landinu. Sérfræðingar hafa miklar áhyggjur af þessu og óttast að landið verði gróðrarstía nýrra afbrigða af veirunni.

Norðurkóreskir ríkisfjölmiðlar segja að um „alvarlegt neyðarástand“ sé að ræða. KCNA-fréttastofan segir að sýni úr sjúklingum, sem voru með hita á sunnudaginn, hafi gefið jákvæða svörun og um Ómíkronafbrigði veirunnar sé að ræða. Ekki hefur verið staðfest hvort um eitt eða fleiri tilfelli sé að ræða.

Kim Jong-un, einræðisherra, fundaði með helstu ráðamönnum vegna málsins og í kjölfarið var tilkynnt að gripið verði til aðgerða til að stemma stigum við útbreiðslu veirunnar og verði þær á „hæsta neyðarstigi“. Segir KCNA að leiðtogarnir hafi sagt að markmiðið sé að gera út af við veiruna á eins skömmum tíma og hægt er. Kim Jong-un er sagður hafa fullvissað þjóðina um að sigrast verði á þessu neyðarástandi og þjóðin komi sigurreif út úr þessu.

Kim Jong-un er sagður vilja enn harðari lokun landamæra, sem eru nánast algjörlega lokuð fyrir, og stöðvun samfélagsstarfsemi. Hann bað landsmenn um „að stöðva útbreiðslu þessarar illgjörnu veiru með því að loka heilu svæðunum í bæjum og héruðum um allt land“.

Eins og fyrr sagði er þetta í fyrsta sinn sem norðurkóresk yfirvöld staðfesta að smit hafi greinst í landinu. Margir sérfræðingar hafa þó efast um fyrri frásagnir yfirvalda um að veiran hafi ekki greinst í landinu.

Sérfræðingar segja að heilbrigðiskerfi landsins muni eiga erfitt með að takast á við stóran faraldur veirunnar. Heilbrigðiskerfið er illa á sig komið og ekki bætir það stöðu landsmanna að skortur er á matvælum og öðrum nauðsynjum í landinu. Talið er að enginn hafi verið bólusettur gegn veirunni í landinu en þar búa um 25 milljónir. Stjórnvöld hafa hafnað tilboðum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO, Kína og Bandaríkjunum um bóluefni.

Sumir sérfræðingar óttast að vegna þess að enginn er bólusettur í landinu og lítillar mótstöðu landsmanna gegn veirunni geti Norður-Kórea orðið gróðrarstía fyrir ný afbrigði af veirunni.

Stjórnvöld í Suður-Kóreu brugðust við fréttum næturinnar með því að bjóða grönnum sínum í norðri neyðaraðstoð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær