Yoon er íhaldsmaður úr People Power Party. Hann tók við embætti af Moon Jae-in.
CNN segir að í ræðu sinni hafi Yoon sagt að Suður-Kórea standi nú frammi fyrir mörgum vandamálum. Þar á meðal eru heimsfaraldur kórónuveirunnar, loftslagsbreytingar og fjöldi efnahagslegra og félagslegra vandamála.
Hann sagði kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu ógna heimshlutanum en hann væri reiðubúinn til viðræðna við norðanmenn og til að leita friðsamlegra lausna. Hann vilji aðstoða við að bæta lífskjör íbúa Norður-Kóreu gegn því að öryggið á svæðinu verið bætt. Ef Norður-Kórea sé reiðubúin til að láta kjarnorkuvopn sín af hendi séu Suðurkóreumenn reiðubúnir til að vinna með alþjóðasamfélaginu að því að gera áætlun sem muni styrkja efnahag Norður-Kóreu og bæta lífskjör landsmanna. Kjarnorkuafvopnun verði stórt skref í átt að viðvarandi friði og hagsæld á Kóreuskaga og víðar.