fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Vill aðstoða Norður-Kóreu gegn einu skilyrði

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. maí 2022 17:00

Frá Norður-Kóreu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yoon Suk Yeol, nýr forseti Suður-Kóreu, er reiðubúinn til að aðstoða Norður-Kóreu efnahagslega gegn því að norðanmenn hætti kjarnorkuvopnabrölti sínu og láti kjarnorkuvopn sín af hendi. Þessu hét hann í innsetningarræðu sinni í dag.

Yoon er íhaldsmaður úr People Power Party. Hann tók við embætti af Moon Jae-in.

CNN segir að í ræðu sinni hafi Yoon sagt að Suður-Kórea standi nú frammi fyrir mörgum vandamálum. Þar á meðal eru heimsfaraldur kórónuveirunnar, loftslagsbreytingar og fjöldi efnahagslegra og félagslegra vandamála.

Hann sagði kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu ógna heimshlutanum en hann væri reiðubúinn til viðræðna við norðanmenn og til að leita friðsamlegra lausna. Hann vilji aðstoða við að bæta lífskjör íbúa Norður-Kóreu gegn því að öryggið á svæðinu verið bætt. Ef Norður-Kórea sé reiðubúin til að láta kjarnorkuvopn sín af hendi séu Suðurkóreumenn reiðubúnir til að vinna með alþjóðasamfélaginu að því að gera áætlun sem muni styrkja efnahag Norður-Kóreu og bæta lífskjör landsmanna. Kjarnorkuafvopnun verði stórt skref í átt að viðvarandi friði og hagsæld á Kóreuskaga og víðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?