fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Christian B tjáir sig í fyrsta sinn um mál Madeleine McCann – „Í raun get ég bara hallað mér aftur og slappað af og beðið eftir að sjá hvað þeir finna“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. febrúar 2022 06:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á þessum tíma var það eins fjarstæðukennt í mínum augum og að hefja kjarnorkustríð eða slátra kjúklingi.“ Þetta segir í einu þeirra bréfa sem Christian B, sem þýska lögreglan telur að hafa numið Madeleine McCann á brott úr sumarleyfisíbúð í Algarve í Portúgal, sendi þáttagerðarmönnum þýsku sjónvarpsstöðvarinnar SAT.1 sem gerðu heimildarmynd um málið.

Myndin, sem heitir „Neue Spuren im Fall Maddie“ var sýnd á mánudaginn en í henni koma fram nýjar upplýsingar um málið. Sky News skýrir frá þessu.

Fram kemur að Christian B hafi sent bréf til þáttagerðarkonunnar Jetta Rabe. Hann afplánar nú dóm fyrir nauðgun á konu á áttræðisaldri í Algarve árið 2007, sama ár og Madeleine hvarf en hún var þá tæplega fjögurra ára.  Í bréfunum segir Christian B að ásakanir um að hann hafi átt hlut að máli séu „fáránlegar“.

Í bréfunum segist hann einnig hafa stundað sölu á fíkniefnum og hafi gengið vel því hann hafi farið varlega. „Lögreglan náði mér aldrei því ég fór eftir nokkrum einföldum grundvallaratriðum. Þegar það var hægt ók ég aðeins að degi til í „hippabílnum“ mínum til að vekja ekki athygli á mér, ég ók aðeins eftir þeim vegum sem ég þurfti að fara um og það mikilvægasta var að ég ögraði lögreglunni aldrei. Það þýðir að ég framdi engin afbrot og rændi aldrei neinum,“ segir meðal annars í bréfunum.

„Að því sögðu þá var það álíka fjarstæðukennt í mínum huga að nema einhvern á brott eins og að hefja kjarnorkustyrjöld eða slátra kjúklingi. Ég sé enga ástæðu til að tjá mig um ásakanir ákæruvaldsins. Í raun get ég bara hallað mér aftur og slappað af og beðið eftir að sjá hvað þeir finna,“ skrifaði hann einnig að sögn Sky News.

Þetta er í fyrsta sinn sem Christian B tjáir sig um ásakanirnar um að hann hafi verið viðriðinn hvarf Madeleine en ekkert hefur spurst til hennar eftir að hún hvarf. Þýska lögreglan hefur sagt að hún sé látin en vildi ekki skýra frá á hvaða grunni hún byggir þá fullyrðingu.

Hans Christian Wolters, saksóknarinn sem stýrir rannsókn málsins, sagði í samtali við Mirror í fyrra að hann sé þess fullviss að Christian B hafi myrt Madeleine eftir að hann nam hana á brott. Hann sagði einnig að lögreglan sé með sönnunargögn fyrir þessu en skýrði ekki frá hver þau eru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu