fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Faraldur fljúgandi gerviskaufa í Buffalo – „Hundrað prósent þess virði“

Pressan
Laugardaginn 22. janúar 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Furðufrétt dagsins kemur frá Buffalo í Bandaríkjunum. En íþróttaliðið Buffalo Bills sem keppir í amerískum fótbolta – sem á meira skylt við ruðning en hinn hefðbundna fótbolta sem við þekkjum hér á landi – hefur lent í því að aðdáendur hafa þróað mér sér óhefðbundna leið til að styðja lið sitt.

Þetta mátti sjá í leik Buffalo Bills gegn New England Patriots á dögunum þegar gervi-skaufi birtist á vellinum eftir að andstæðingarnir í New England Patiots skoruðu snertimark.

Þetta eru aðdáendur Buffalo Bills orðnir þekktir fyrir, að kasta gerviskaufum þegar lið þeirra mætir New England Patriots. Þetta hófst fyrst fyrir fimm leiktímabilum þegar hugrakkur stuðningsmaður kastaði fyrsta skaufanum í október 2016.

Þetta hefu vakið kátínu þar sem að sjálfsögðu er sent frá leiknum í beinni útsendingu sem á að vera fjölskylduvæn svo gerviskaufar eru ekki vinsælir í slíku efni.

Athæfið mun þó ekki vera vel liðið meðal liðsmanna eða starfsmanna á vellinum, enda má gjarnan heyra í kallkerfinu hrópaðar áminningar um að vera ekki að kasta hlutum á völlinn.

Aðdáendur hins vegar elska þetta og eru nú farnir að veðja um það fyrir leiki Buffalo Bills og New England Patriots hvort að gerviskaufum verði kastað eða ekki.

Einn íþróttamiðill tók sig til og kallaði þessa furðulegu hefð „faraldur fljúgandi gerviskaufa“.

Að sjálfsögðu hefur myndband af skaufakastinu farið víða á netinu og margir lýst ánægju sinni á samfélagsmiðlum. Enda hvar værum við komin sem heimur ef ekki væri hægt að brosa yfir fljúgandi gerviskaufa faraldri? Maður spyr sig.

Hins vegar þarf hug og þor til að kasta skaufum á völlinn þar sem slíkt getur landað manni í ævilöngu banni frá því að mæta á völlinn.  Þessu fengu frumkvöðlarnir að finna fyrir, bræðurnir Hub og Dillon Hayes. En þeir mega aldrei aftur mæta á völlinn þar sem leikurinn 2016 fór fram.

„Hundrað prósent þess virði,“ sagði Dillon þó í viðtali. Bróðir hans tók undir með honum. „Ég myndi ekki taka þetta til baka. Það var þess virði að skrá sig á spjöld sögunnar. Í hverjum Patriots leik í Buffalo héðan frá verður að öllum líkindum skaufi á vellinum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta