fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Gaf barnið sitt eftir að hún komst að lygum barnsföðurins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 22:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gift þrítug japönsk kona, sem býr í Tókýó, gaf barnið sitt frá sér eftir að hún komst að því að sæðisgjafinn, sem hún stundaði kynlíf með 10 sinnum til að verða barnshafandi, hafði logið að henni um þjóðerni sitt og menntun. Það gerði hann til þess að fá að stunda kynlíf með henni.

Daily Mail, sem vitnar í Tokyo Shimbun, segir að konan hafi nú höfðað mál á hendur manninum fyrir lygarnar. Hún varð mjög ósátt þegar hún komst að því að maðurinn er kínverskur en ekki japanskur og hafði ekki lokið námi frá Kyoto háskóla. Það bætti ekki úr skák að hann var kvæntur en ekki einhleypur eins og hann hafði sagt henni.

Konan og eiginmaður hennar komust í samband við manninn í gegnum samfélagsmiðla fyrir þremur árum eftir að þau höfðu ákveðið að eignast barn með aðstoð sæðisgjafa. Ástæðan er að eiginmaðurinn er með arfgengan sjúkdóm sem hann vildi ekki eiga á hættu að börn hans myndu einnig fá.

Konan og sæðisgjafinn, sem var á þrítugsaldri, stunduðu kynlíf tíu sinnum áður en konan varð barnshafandi í júní 2019. Nokkrum mánuðum síðar, þegar það var orðið of seint að fara í fóstureyðingu, uppgötvuðu hjónin að maðurinn hafði logið að þeim.

Þau gáfu barnið til ættleiðingar strax eftir fæðingu og hafa höfðað mál á hendur sæðisgjafanum hraðlygna og krefja hann um sem nemur um 300 milljónum íslenskra króna í bætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EM: Noregur vann Sviss
Pressan
Í gær

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld