fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Heitasti júnímánuður sögunnar á Nýja-Sjálandi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. júlí 2021 15:30

Frá Nýja-Sjálandi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýliðinn júní var heitasti júnímánuðurinn síðan hitamælingar hófust á Nýja-Sjálandi fyrir 110 árum. Meðalhitinn var 2 gráðum hærri en venjulega og á 24 veðurathugunarstöðvum voru hitamet slegin.

Í síðustu viku blésu kaldir heimskautavindar um landið en það dugði ekki til að halda aftur af hitametinu. Tölur frá veðurstofu landsins, NIWA, sýna að meðalhitinn var 2 gráðum hærri en venjulega.

Hitinn var hærri en venjulega um allt landið og allar veðurstöðvar mældu hita yfir eða vel yfir meðallagi. Á Motueka, nærri hæsta punkti South Island, var meðalhitinn 10,8 gráður sem er 3,2 gráðum hærra en meðalhitinn á árunum 1981-2010.

Hæsti hitinn í mánuðinum var 22 gráður í Hastings í Hawke‘s Bay og í Leigh, sem er norðan við Auckland. Rétt er að hafa í huga að vetur er nú á suðurhvelinu.

The Guardian skýrir frá þessu. Haft er eftir Gregor Macara, loftslagssérfræðingi, að þessi hiti marki þáttaskil hvað varðar hita. NIWA segir að þennan háa hita megi skýra með því að loftþrýstingur var yfir meðallagi austan við landið og með loftslagsbreytingunum. Einnig var yfirborðshiti sjávar hærri en venjulega og það gæti hafa lagt sitt af mörkum varðandi hitann.

Á síðustu öld hefur meðalhitinn á Nýja-Sjálandi hækkað um 1 gráðu. Ef vetrarmánuðirnir halda áfram að vera hlýir getur það haft neikvæð áhrif á landbúnaðinn og skíðasvæðin sem munu þá glíma við skort á snjó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“