fbpx
Föstudagur 22.október 2021
Pressan

Þetta eru bestu og verstu borgirnar til að búa í

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 13. júní 2021 20:00

Frá Auckland á Nýja-Sjálandi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri samantekt The Economist yfir hvaða borgum er best að búa í er óhætt að segja Evrópa fari halloka. Það hefur áhrif á röðunina á listann núna hvernig ríkjum heims hefur tekist til í baráttunni við heimsfaraldur kórónuveirunnar. Þetta veldur því að margar evrópskar borgir detta niður um sæti og nú eru aðeins tvær evrópskar borgir á topp tíu. Má þar til dæmis nefna að Vínarborg vermdi toppsæti frá 2018 til 2020 en hrapar nú niður í tólfta sæti.

En svona lítur listinn út:

  1. Auckland á Nýja-Sjálandi.
  2. Osaka í Japan.
  3. Adelaide í Ástralíu.
  4. Wellington á Nýja-Sjálandi.
  5. Tókýó í Japan.
  6. Perth í Ástralíu.
  7. Zürich í Sviss.
  8. Genf í Sviss.
  9. Melbourne í Ástralíu.
  10. Brisbane í Ástralíu.

En svona samantekt fylgir auðvitað hvaða borgum er verst að búa í. Þær eru:

Damaskus í Sýrlandi.

Lagos í Nígeríu.

Port Moresby á Papúa Nýju Gíneu.

Dhaka í Bangladess.

Algier í Alsír.

Trípólí í Líbíu.

Karachi í Pakistan.

Harare í Simbabve.

Doula í Kamerún.

Caracas í Venesúela.

Mesta hrapið á listanum var hjá Hamborg í Þýskalandi sem hrapaði niður um 34 sæti og er nú í 47. sæti. The Economist  bendir á að þetta skýrist af miklu álagi á þýsk sjúkrahús en bæði Þýskaland og Frakkland fengu færri stig að þessu sinni en áður vegna mun verri stöðu heilbrigðismála í löndunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elísabet II sagði pent nei takk – Telur sig ekki uppfylla skilyrðin fyrir að vera kjörin öldungur ársins

Elísabet II sagði pent nei takk – Telur sig ekki uppfylla skilyrðin fyrir að vera kjörin öldungur ársins
Pressan
Í gær

Ráðgátan vindur upp á sig – Eru þetta lífsmerki frá Brian Laundrie?

Ráðgátan vindur upp á sig – Eru þetta lífsmerki frá Brian Laundrie?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dapurleg kórónuveirumet slegin í Rússlandi

Dapurleg kórónuveirumet slegin í Rússlandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gömlu garðstytturnar voru ekki það sem talið var

Gömlu garðstytturnar voru ekki það sem talið var
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leynileg skjöl – CIA missir alltof marga uppljóstrara í útlöndum

Leynileg skjöl – CIA missir alltof marga uppljóstrara í útlöndum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það vantar 40.000 hjúkrunarfræðinga á Englandi

Það vantar 40.000 hjúkrunarfræðinga á Englandi