fbpx
Mánudagur 21.júní 2021
Pressan

Melinda hafði samband við lögmann eftir að upp komst að Bill hitti barnaníðinginn

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 10. maí 2021 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Melinda og Bill Gates greindu frá því nýlega að þau hafi ákveðið að skilja eftir 27 ára hjónaband. Wallstreet Journal fjallaði um málið en í frétt þeirra kemur fram að Melinda hafi leitað ráða hjá lögfræðingi til að undirbúa skilnaðinn í október árið 2019. Á sama tíma var greint frá barnaníði og mansali Jeffrey Epstein. Greint hefur verið frá því að Bill hafi hitt Epstein á sínum tíma og er því talið að þetta tvennt geti tengst, það er að segja skilnaðurinn og fréttirnar um Epstein.

Samkvæmt heimildarmanni Wallstreet Journal, sem er fyrrum starfsmaður Bill and Melinda Gates Foundation, var Melinda áhyggjufull þegar það komst upp að Bill hafi hitt Epstein. Þá vill heimildarmaðurinn meina að það hafi verið stór ástæða fyrir því að Melinda leitaði ráða hjá lögfræðingi til að undirbúa skilnað við eiginmann sinn.

Talsmaður Bill á sínum tíma sagði að ástæða þess að hann hitti Epstein á sínum tíma hafi verið til að ræða góðgerðarstarfsemi. Bill hitti Epstein að minnsta kosti þrisvar sinnum í Manhattan árið 2011. Heimildarmaðurinn segir að Melinda hafi fyrst lýst yfir óánægju sinni með hittinga eiginmanns síns og Epstein árið 2013.

Sjá einnig: Samband Bill og Melinda Gates – „Hún átti aðra kærasta“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ingó opinberar ástina

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Geitaher á að koma í veg fyrir skógarelda í Kaliforníu

Geitaher á að koma í veg fyrir skógarelda í Kaliforníu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tölvuþrjótar herja af miklum krafti á bandarísk fyrirtæki

Tölvuþrjótar herja af miklum krafti á bandarísk fyrirtæki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slæmar fréttir af bóluefni CureVac

Slæmar fréttir af bóluefni CureVac
Pressan
Fyrir 3 dögum

19. júní er nýr frídagur í Bandaríkjunum

19. júní er nýr frídagur í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Deltaafbrigði kórónuveirunnar hefur borist til 74 landa – Mun meira smitandi en önnur afbrigði

Deltaafbrigði kórónuveirunnar hefur borist til 74 landa – Mun meira smitandi en önnur afbrigði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Biðja til „kórónugyðjunnar“ – „Kannski frelsar hún okkur“

Biðja til „kórónugyðjunnar“ – „Kannski frelsar hún okkur“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lögreglan kíkti í kjallarann hans – Á 21 árs fangelsi yfir höfði sér

Lögreglan kíkti í kjallarann hans – Á 21 árs fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir svitna – Miklum hita spáð í vikunni

Danir svitna – Miklum hita spáð í vikunni