fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Fór á kamarinn og lenti í hremmingum – „Eitthvað beit mig í rassinn“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 05:17

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Shannon Stevens, sem býr í Alaska, lenti nýlega í miklum hremmingum þegar náttúran kallaði og hún þurfti að fara á útikamarinn. „Ég fór þarna út og settist á klósettið en um leið beit eitthvað í rassinn á mér. Ég stökk upp og öskraði,“ sagði hún um þessa lífsreynslu sína.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að Shannon hafi farið í snjósleðaferð með bróður sínum, Erik, og unnustu hans út í óbyggðirnar þann 13. febrúar. Þau ætluðu að gista í skýli sem Erik á en það er um 30 kílómetra norðvestan við Haines í Alaska.

Erik heyrði systur sína öskra og flýtti sér að kamrinum. Þar kom hann að Shannon sem var með sár á rassinum. Í fyrstu héldu þau að hún hefði verið bitin af íkorna eða minnk eða einhverju litlu dýri. Erik var með ljós meðferðis og fór að kanna málið betur.

„Ég opnaði klósettið og þá blasti bara bjarnartrýni við mér, í sömu hæð og klósettsetan, það horfði bara upp á mig í gegnum holuna, beint á mig,“ sagði hann og bætti við: „Ég lokaði bara eins hratt og ég gat og sagði: „Það er björn þarna niðri, við verðum að koma okkur strax héðan. Við hlupum eins hratt og við gátum yfir í skýlið.“

Þegar þangað var komið veittu þau Shannon fyrstu hjálp með aðstoð sjúkrakassa. Þau urðu ásátt um að meiðslin væru ekki alvarleg en að þau myndu fara til Haines ef þetta versnaði. „Það blæddi en þetta var ekki mjög slæmt,“ sagði Shannon.

Næsta morgun fundu þau bjarnarspor út um allt við skýlið en björninn var farinn. Þau telja að björninn hafi komist inn í kamarinn í gegnum op sem er undir bakdyrunum þar inn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós