fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

„Móðir Anna“ dæmd fyrir að verða börnum að bana í sértrúarsöfnuði

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 18. febrúar 2021 21:30

Anna Elizabeth Young, einnig þekkt sem Móðir Anna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Elizabeth Young, fyrrverandi leiðtogi sértrúarsöfnuðar í Flórída-fylki Bandaríkjanna, hefur fengið 30 ára fangelsisdóm fyrir að bera ábyrgð á dauðdaga tveggja barna. New York Post greinir frá þessu.

Anna Elizabeth Young er 79 ára gömul, en á níunda áratug síðustu aldar var hún leiðtogi sértrúarsafnaðarins House of Prayer for All People. Á meðan hún stjórnaði söfnuðinum gekk hún undir nafninu „Móðir Anna“, en hugmyndafræðin byggði á gamla testamentinu. Þegar hópurinn var fjölmennastur taldi hann 24 meðlimi.

Nú hefur hún fengið tvo langa dóma fyrir að annars vegar verða Katonya Jackson að bana með því að neita honum um lyf og myrða Emon Harper með pyntingum.

Greint var frá hvarfi Emon Harper árið 1988, en þá höfðu hann og foreldrar hans gengið í sértrúarsöfnuðinn. Þá var Harper annaðhvort tveggja eða þriggja ára gamall.

Í söfnuðinum þurfti fólk að afsala sér eigum sínum og voru börn aðskilin frá foreldrum sínum og gefin ný nöfn. Emon Harper gekk því undir nafninu Moses. Meðlimir voru sveltir, barðir og pyntaðir, en talið er að slík meðferð hafi orðið Emon að bana.

Dóttir Young var vitni í málinu og sagði að Emon hafi haft mikil áhrif á líf sitt. Þá sagði hún að lokaorð og öskur hans hefðu verið óþægilega minnisstæð.

Moses var alls ekki langlífur, en hann kenndi mér að lífinu má ekki sópa undir mottu. Lokaður á heimili, eða grafinn í jörðu,“

Bróðir og móðir Katonya Jackson báru einnig vitni. John Neal, bróðirinn, sagðist enn bera sár eftir barsmíðar úr söfnuðinum. Móðirin, Lea Vera Jackson, tók undir það og sagði að með dómi yfir Young myndi réttlætið sigra.

Hún fékk 30 ára dóm fyrir morðið á Emon og 15 ár fyrir að verða Katonya að bana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?