fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Danir leigja 300 fangelsisrými í Kósóvó

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. desember 2021 18:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska ríkisstjórnin, minnihlutastjórn jafnaðarmanna, hefur náð samkomulagi við Danska þjóðarflokkinn, Íhaldsflokkinn og Sósíalíska þjóðarflokkinn um umbætur í danska fangelsismálakerfinu. Með því verður allt að 1.000 nýjum fangelsisrýmum bætt við, þar af verða 300 í Kósóvó.

Samkomulag flokkanna gildir í nokkur ár en samkvæmt því er ríkisstjórninni heimilað að ganga til samninga við yfirvöld í Kósóvó um leigu á 300 fangelsisrýmum. Þau verða aðallega notuð undir afbrotamenn sem hefur verið vísað úr landi í Danmörku.

Nick Hækkerup, dómsmálaráðherra, skýrði frá þessu í gær. Hann sagði að að öllu óbreyttu hefði Dani skort um 1.000 fangelsisrými árið 2025 en með þessu samkomulagi verði hægt að leysa málið.

Flokkarnir náðu saman um að unnið verði að því að ganga frá leigu á fangelsisrýmum í Kósóvó til að vista afbrotamenn, sem hefur verið vísað úr landi, í. Einnig verður rýmum í dönskum fangelsum fjölgað og einnig verður peningum veitt til þess að bæta menntun fangavarða og bæta starfsumhverfi þeirra og laða fólk til starfa í fangelsunum.

Dómsmálaráðuneytið hefur verið í viðræðum við stjórnvöld í Kósóvó í um eitt ár um leigu á fangelsisrýmum þar. Hækkerup sagði enn eigi eftir að ganga frá nokkrum lausum endum en hann sé bjartsýnn á að samningar náist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því