fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Pressan

Hvetja landsmenn til að hamstra ákveðnar vörur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. nóvember 2021 08:00

Fólk er hvatt til að eiga nóg af núðlum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverska ríkisstjórnin hvetur landsmenn til að hamstra ákveðna vörur þessa dagana. Þetta eiga fjölskyldur að gera til að eiga þessar vörur í nægilegu magni ef til neyðarástands kemur.

Financial Times skýrir frá þessu. Fjölmiðlar hafa birt lista yfir hvaða vörur fólki er ráðlagt að hamstra og eiga heima í nokkru magni. Þar á meðal eru kex, núðlur og vítamín og einnig er fólki ráðlagt að eiga útvarp og vasaljós.

Einn notandi á Weibo, sem er kínverskur samfélagsmiðill, skrifaði að um leið og þetta fréttist hafi eldra fólk tryllst og farið að hamstra í stórmörkuðum.

Ekki hafa verið gefnar upp neinar ástæður fyrir því að fólk er hvatt til að kaupa „hraustlega“ inn en væntanlega má tengja þetta við sóttvarnaaðgerðir og umfangsmiklar lokanir á samfélagsstarfsemi sem kínversk yfirvöld beita þegar smit koma upp. Einnig gætu áhyggjur af hækkandi matarverði spilað inn í en öfgakennt veðurfar skemmdi mikið af uppskeru á landinu.

Matarverð hækkar venjulega í Kína þegar veturinn brestur á en hækkanirnar að þessu sinni eru meiri en venja er. Til dæmis tvöfaldaðist verð á gúrkum, spínati og spergilkáli í síðustu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segist hafa verið peð í hylmingu lögreglu og leitar réttar síns

Segist hafa verið peð í hylmingu lögreglu og leitar réttar síns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 6 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra