fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Læknir tók eftir óvenjulegum einkennum Omikronafbrigðisins

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 04:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suðurafrískur læknir, sem fyrst tilkynnti yfirvöldum um sjúklinga, sem voru smitaðir af Omikronafbrigði kórónuveirunnar, tók eftir óvenjulegum sjúkdómseinkennum hjá sjúklingunum.

Angelique Coetzze, sem er læknir í Pertoríu og formaður samtaka lækna í Suður-Afríku, var fyrst til að tilkynna yfirvöldum um þetta nýja afbrigði kórónuveirunnar sem hræðir heimsbyggðina í dag.

Í samtali við The Telegraph sagði hún að sjúkdómseinkennin hafi verið „óvenjuleg en væg“. „Sjúkdómseinkennin voru öðruvísi og mildari miðað við þau sem ég hafði séð áður,“ sagði hún.

Hún sagði að hana hafi farið að gruna að nýtt afbrigði væri á ferðinni þegar hún fór að fá sjúklinga sem voru með einkenni sem voru allt öðruvísi. Þetta voru til dæmis mikil þreyta og hár púls. En sjúklingarnir, sem voru aðallega ungir karlmenn, misstu ekki bragð- eða lyktarskyn.

Coetzee sagði að ástand sjúklingana hafi ekki verið svo slæmt að þeir hafi þurft að fara á sjúkrahús. Hún sagðist þó hafa áhyggjur af hvernig nýja afbrigðið leggst á óbólusett fólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol