fbpx
Laugardagur 17.janúar 2026
Pressan

Hundur varð 7 ára dreng að bana

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. nóvember 2021 21:00

James McNeelis. Mynd:GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þrjár vikur var hundur, blanda af fjárhundi og corgi, McNeelis-fjölskyldunni, sem býr í Oklahoma í Bandaríkjunum, til mikillar gleði. Fjölskyldan hafði fundið hundinn yfirgefinn og tekið hann að sér.

Þann 20. október fór James McNeelis, 7 ára, út í garð að leika sér en hann skilaði sér ekki inn aftur. Fjölskylda hans fór þá að leita að honum og fékk nágranna sína til aðstoðar. Einnig var hringt í lögregluna. Independent skýrir frá þessu.

CBS hefur eftir Shannon Edison, nágranna fjölskyldunnar, að lögreglan hafi rétt verið komin á vettvang þegar hún heyrði mikið öskur. „Við vissum að eitthvað var að. Sem móðir þá þekkir maður svona öskur. Ef einhver hefur einhvern tímann heyrt svona öskur, þá þekkir hann það. Eitthvað mikið var að,“ sagði hún.

Það var móðir James sem öskraði en hún hafði fundið drenginn sem hafði verið drepinn af hundinum.

Foreldrar hans segja að aldrei hafi neitt gerst sem benti til að eitthvað svona hræðilegt gæti gerst. Hundurinn hafi ekki sýnt nein merki árásargirni. Hér hafi verið um hörmulegt slys að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

17 ára stúlka grunuð um morð í Þýskalandi

17 ára stúlka grunuð um morð í Þýskalandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martröð fjölskyldu á Tenerife – Læstu sig inn í herbergi á meðan innbrotsþjófur athafnaði sig

Martröð fjölskyldu á Tenerife – Læstu sig inn í herbergi á meðan innbrotsþjófur athafnaði sig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að aðeins einn maður í heiminum geti stöðvað Vladimír Pútín

Segir að aðeins einn maður í heiminum geti stöðvað Vladimír Pútín
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ölvuðum OnlyFans-stjörnum vísað úr flugi með valdi eftir að þær settust í röng sæti – „Fórum í frí en enduðum á skilorði“

Ölvuðum OnlyFans-stjörnum vísað úr flugi með valdi eftir að þær settust í röng sæti – „Fórum í frí en enduðum á skilorði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að gögn muni birtast í febrúar sem sanni að Jeffrey Epstein var myrtur

Segir að gögn muni birtast í febrúar sem sanni að Jeffrey Epstein var myrtur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mætti með látlaust barmmerki á rauða dregilinn – Sagðist ekki geta þagað lengur og kallaði Trump barnaníðing og varaforsetann lygara

Mætti með látlaust barmmerki á rauða dregilinn – Sagðist ekki geta þagað lengur og kallaði Trump barnaníðing og varaforsetann lygara