fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Fundu eigur Brian Laundrie og líkamsleifar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. október 2021 06:20

Gabby og Brian. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fimm vikur hefur bandaríska alríkislögreglan FBI leitað að Brian Laundrie í Flórída en lögreglan vill gjarnan ræða við hann um morðið á unnustu hans, Gabby Petito, sem fannst látin í þjóðgarði í Wyoming í september. Brian lét sig hverfa tveimur dögum áður en lík hennar fannst.

Nú hefur lögreglan fundið muni í eigu Brian og nærri þeim fundust líkamsleifar. Lögregluna grunar að Brian hafi átt þátt í dauða Gabby en hann vildi ekkert segja um hvað hefði orðið um Gabby þegar hann sneri einn heim til Flórída úr ferðalagi þeirra þvert yfir Bandaríkin.

Um miðjan september lét hann sig hverfa frá heimili foreldra sinna og hefur hans verið leitað síðan. Mörg þúsund manns hafa tekið þátt í leitinni.

NBC News segir að lögreglan hafi fundið líkamsleifar og muni í eigu Brian á náttúruverndarsvæði í Flórída. Ekki er enn búið að bera kennsl á líkamsleifarnar.

Verndarsvæðið er skammt frá heimili foreldra hans.

Lík Gabby fannst 19. september og krufning leiddi í ljós að hún hafði verið kyrkt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“