fbpx
Miðvikudagur 20.október 2021
Pressan

Nancy Pelosi dregin úr kaþólskri messu í Róm af öryggisvörðum vegna bóluefnamótmæla

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 12. október 2021 21:00

mynd/Getty samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörð mótmæla hafa blossað upp víða um Ítalíu undanfarnar vikur vegna hins svokallaða Græna passa sem Ítalir kynntu til leiks í sumar en nýjasta útfærslan tekur gildi á fimmtudag. Græni passinn er í raun vottorð um að einstaklingur hafi verið bólusettur, sé með mótefni vegna fyrra smits eða hafi greinst neikvæður á Covid prófi sem er innan við 48 klukkustunda gamalt.

Umræddur passi var fyrst tekinn upp í júní og þá sem forsenda ferðalaga út fyrir landamæri Ítalíu. Síðar varð passinn skilyrði fyrir því að fá borð á veitingastöðum, sæti í leikhúsum og að mæta í líkamsrækt og sundlaugar. Í september gerðu ítölsk stjórnvöld passann svo skilyrði fyrir því að ferðast innanlands í lestum, rútum, flugvélum og ferjum auk þess að foreldrum barna í skólum í Ítalíu var bannað að heimsækja skóla án hans.

Nú 15. október verður Græni passinn að skilyrði fyrir því að mæta á vinnustaði í landinu. Þeir sem ekki hafa úr Grænum passa að spila munu þá fá fimm daga í leyfi til þess að bæta úr því áður en vinnustaðurinn má byrja að halda launagreiðslum eftir.

Tíu þúsund mótmælendur gengu um Róm nýliðna helgi. Á köflum leystust mótmælin upp í óeirðir þar sem mótmælendur brutu rúður og gerðu aðsúg að höfuðstöðvum stærsta stéttarfélags Ítalíu. Þá var einnig ráðist að spítala í borginni þar sem fjórir heilbrigðisstarfsmenn slösuðust. Tólf voru handteknir.

Þá var Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, stödd í Róm vegna opinberra embættiserinda nú um helgina og riðluðu mótmælin dagskrá hennar. Sagði NPR meðal annars frá því Pelosi hafi verið „fjarlægð“ úr kaþólskri messu í Sankti Péturskirkju eftir að þúsundir komu saman fyrir utan kirkjuna til að mótmæla.

80% Ítala, 12 ára og eldri, eru nú fullbólusettir og 85% hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lagt af stað í 6,5 milljarða kílómetra leiðangur

Lagt af stað í 6,5 milljarða kílómetra leiðangur
Pressan
Í gær

Málið sem heltekur þjóðina þessa dagana – Tvö morð – Mannaveiðar – Öfugsnúin samúð

Málið sem heltekur þjóðina þessa dagana – Tvö morð – Mannaveiðar – Öfugsnúin samúð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er fólkið sem er á leynilegum svörtum lista Facebook

Þetta er fólkið sem er á leynilegum svörtum lista Facebook
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dapurleg kórónuveirumet slegin í Rússlandi

Dapurleg kórónuveirumet slegin í Rússlandi