fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Telja að neysla á fituríkum mjólkurvörum geti dregið úr hættunni á hjartasjúkdómum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 2. október 2021 19:30

Það eru hugsanlega tengsl á milil hjartavandamála og svefnvanda. Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda að sögn vísindamanna til að neysla á fituríkum mjólkurvörum geti dregið úr líkunum á hjartasjúkdómum. Aðalhöfundur rannsóknarinnar segir að það skipti meira máli hvaðan fitan, sem fólk neytir, komi en magn hennar.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að neysla á fituríkum mjólkurvörum geti hugsanlega tengst minni hættu á að fólk fái hjartasjúkdóma. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til að það sé ekki verra fyrir heilsuna að neyta fituríkra mjólkurvara.

Það var alþjóðlegur hópur vísindamanna sem gerði rannsóknina en niðurstaða hennar gengur gegn viðteknum hugmyndum um að fituríkar mjólkurvörur séu óhollar vegna mikillar mettaðrar fitu.

Vísindamennirnir rannsökuðu 4.150 sextuga Svía og mældu hversu mikið var af ákveðnum fitusýrum í blóði þeirra, fitusýrum sem eru í mjólkurvörum. Fylgst var með þátttakendunum í 16,6 ár að meðaltali og skráð hversu margir létust eða fengu hjartaáfall, heilablóðfall eða ýmsa hjartasjúkdóma.

Þeir þátttakendur sem voru með mikið magn mjólkurfitusýra í blóðinu voru í minnstri hættu á að glíma við hjartasjúkdóma. Vísindamennirnir komust einnig að því að neysla á fituríkum mjólkurvörum jók ekki líkurnar á ótímabærum dauða.

Kathy Trieu, aðalhöfundur rannsóknarinnar, segir að neysla fitu og tengsl hennar við hjartað sé flóknari en áður var talið. Hún sagði að sífellt fleira bendi til að það skipti meira máli hvernig fitu er neytt en hversu mikillar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða