fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Segir að geimverur gætu hafa búið hér á jörðinni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 3. janúar 2021 21:30

Eru þær að hlusta?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eru geimverur til? Eru menn einu vitsmunaverurnar í alheiminum? Erum við alein í heiminum? Þetta eru spurningar sem hafa lengið leitað á mannkynið og heilla marga vísindamenn, stjórnmálamenn og auðvitað almenning.

Fyrir þremur árum birti Jason Wright, stjörnufræðingur og stjarneðlisfræðingur við Pennsylvania State háskólann, rannsókn í arXiv þar sem hann sagði að hugsanlega hafi fornar og tæknivæddar vitsmunaverur lifað á jörðinni löngu áður en mannkynið kom til sögunnar, eða milljörðum ára áður. Hann taldi þó ekki útilokað að þær hefðu lifað á Venusi áður en plánetan varð að sannkölluðu helvíti af völdum gróðurhúsaáhrifa eða jafnvel á Mars sem hafi verið nokkuð blaut pláneta á þeim tíma. „Þar sem það er vitað að jörðin hefur hýst flókin lífsform þá liggur beinast við að hún hafi verið heimili fyrri lífsforma,“ skrifaði hann. Hann sagði síðan að Venus nútímans virtist vera hræðilegur kandídat sem heimili tæknivæddra tegunda vegna mikils hita og þrýstings á yfirborðinu. Það þurfi þó að hugsa um líf utan jarðarinnar með opnum huga.

Hann telur að fornar tegundir hafi horfið en að við hefðum hér áður fyrr getað fundið ummerki um þær neðanjarðar, nokkurs konar „undirskriftir“ þeirra sem sýndu tækniþekkingu þeirra. Hann telur þó að flestar þessara sannana séu nú horfnar. Á Venusi hafi gróðurhúsaáhrifin eyðilagt þessar sannanir og hér á jörðinni gætu hreyfingar jarðfleka og önnur náttúruöfl hafa eyðilagt þær. Hann er þó þeirrar skoðunar að enn sé hugsanlega hægt að bera kennsl á þessar „sannanir“. Hann segir einnig að hugsanlega sé hægt að finna sannanir af þessu tagi á tunglinu eða Mars þar sem yfirborðið hafi ekki breyst svo mikið.

Hvað varðar spurninguna um af hverju vitsmunaverurnar eru horfnar af sjónarsviðinu segir hann að augljósasta svarið sé að náttúruhamfarir hafi gert út af við þær eða þær hafi sjálfar séð um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta