fbpx
Laugardagur 16.janúar 2021
Pressan

Nýjar vendingar í Madeleine McCann málinu – Allt kapp lagt á að sanna morðið á Christian Brückner

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. janúar 2021 18:23

Madeleine McCann hvarf úr þessu húsi árið 2007.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saksóknari í Braunschweig í Þýskalandi vonast til að gefin verði út ákæra á þessu ári á Christian Brückner, alræmdan barnaníðing og kynferðisbrotamann, en hann er grunaður um að vera valdur að hvarfi Madeleine McCann, bresks stúlkubarns sem hvarf úr hótelíbúð í Algarve í Portúgal vorið 2007, er hún var fjögurra ára.

Christian Brückner bjó í Algarve um það leyti sem barnið hvarf en hann afplánar nú í fangelsi í Braunschweig dóma fyrir kynferðisbrot og er til rannsóknar vegna fleiri brota. Þýskir og portúgalskir rannsakendur hyggjast á næstunni yfirheyra að nýju lykilvitni í málinu, fólk sem þekkti Brückner í Algarve á umræddum tíma. Þýska lögreglan og saksóknari í Braunschweig eru sannfærð um að Christian Brückner hafi numið stúlkuna á brott og myrt hana.

Christian Brückner – Youtube-skjáskot

Hefur verið lagður aukinn kraftur í rannsóknina. Sérfræðingar segja þetta vera þýðingarmikið skref til þess að upplýsa málið á endanum. Vonast er til að framburður vitnanna verði til að draga upp heildarmynd sem geri lögreglu kleift að yfirheyra Brückner beint um málið. Þá er stefnt að stórum fundi milli breskra og portúgalskra rannsóknarmanna um málið í vor.

Hans Christian Wolters, saksóknari í Braunschweig, segist ekki geta fullyrt hvort gefin verður út ákæra á Brückner á þessu ári eða ekki.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Öflugur jarðskjálfti í Indónesíu – Að minnsta kosti sjö látnir

Öflugur jarðskjálfti í Indónesíu – Að minnsta kosti sjö látnir
Pressan
Í gær

Milljarðamæringur kemst ekki inn á reikninginn sinn – 27 milljarðar inni á honum

Milljarðamæringur kemst ekki inn á reikninginn sinn – 27 milljarðar inni á honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Umfangsmestu réttarhöld síðari tíma yfir ítölskum mafíósum

Umfangsmestu réttarhöld síðari tíma yfir ítölskum mafíósum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þegar lyfjaeftirlitið tilkynnti komu sína hættu 33 rússneskir skíðamenn skyndilega við þátttöku

Þegar lyfjaeftirlitið tilkynnti komu sína hættu 33 rússneskir skíðamenn skyndilega við þátttöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega 4.500 COVID-19 dauðsföll í Bandaríkjunum síðasta sólarhring

Tæplega 4.500 COVID-19 dauðsföll í Bandaríkjunum síðasta sólarhring
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rúmlega 500.000 kórónuveirusmit í Svíþjóð og staðan grafalvarleg

Rúmlega 500.000 kórónuveirusmit í Svíþjóð og staðan grafalvarleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Spænska lögreglan lagði hald á 827.000 E-töflur

Spænska lögreglan lagði hald á 827.000 E-töflur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kórónuveirufaraldurinn í mikilli sókn í Bretlandi – Smitum fjölgar og líkin hrúgast upp

Kórónuveirufaraldurinn í mikilli sókn í Bretlandi – Smitum fjölgar og líkin hrúgast upp