fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Pressan

Bretar fagna langþráðu frelsi frá takmörkunum

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 19. júlí 2021 10:00

Boris Johnson Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var flestum sóttvarnaraðgerðum aflétt í Bretlandi en Bretar hafa þurft að lifa við takmarkanir síðan í mars á seinasta ári vegna kórónuveirufaraldursins. Alls biðu þeir í 483 daga eftir frelsi.

Engar fjöldatakmarkanir eru við gildi og veitingastaðir, barir og skemmtistaðir mega vera opnir fram á nótt. Grímuskylda hefur verið afnumin en enn er mælt með henni á ákveðnum svæðum landsins.

Í gær greindust 47.000 smit í Bretlandi og hækkar tala smitaðra á hverjum degi. Dauðsföllum fer fækkandi þar í landi en í gær létust 25 manns vegna Covid-19. Fækkun andláta má líklegast rekja til þess að Bretland er afar framarlega í bólusetningum en rúm 68% Breta eru fullbólusettir og tæp 88% búin að fá fyrsta skammtinn.

Bretar munu fagna vel næstu vikur en ofan á þessi gleðitíðindi er frábært veður þar í landi. Í dag er spáð 27 stiga hita í London og nær hitinn hámarki á miðvikudaginn þegar hitastigið rís upp í 30 gráður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Minnst 14 látnir og tugir særðir í blóðugum mótmælum gegn samfélagsmiðlabanni

Minnst 14 látnir og tugir særðir í blóðugum mótmælum gegn samfélagsmiðlabanni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Grikkland kynnir róttækar skattkerfisbreytingar sem eiga að snúa við varhugaverðri þróun

Grikkland kynnir róttækar skattkerfisbreytingar sem eiga að snúa við varhugaverðri þróun