fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Síðustu dönsku hermennirnir komnir heim frá Afganistan

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. júní 2021 19:30

Danskir hermenn að störfum í Afganistan. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær lauk 20 ára þátttöku danska hersins í stríðinu í Afganistan. Um 12.000 danskir hermenn hafa verið sendir til Afganistans frá upphafi átakanna og fóru sumir oftar en einu sinni því fjöldi ferða þeirra var um 21.000.  37 danskir hermenn létu lífið í átökunum í þessu stríðshrjáða landi og sjö til viðbótar létust af slysförum eða af völdum sjúkdóma.

Danir gengu til liðs við Bandaríkin og fleiri þjóðir í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin i september 2001.

„Við misstum marga í Afganistan. Hugmyndin um að hægt væri að breyta samfélaginu í lýðræðissamfélag er brostin. En á móti tókst að berja hryðjuverkasamtök, sem vildu berjast við restina af heiminum, niður. Þau hófu aðgerðir sínar með því að fljúga flugvélum á World Trade Center þann 11. september 2001 og höfðu í hyggju að gera svipaðar árásir víðar um heiminn. Það var komið í veg fyrir það,“ sagði Trine Bramsen, varnarmálaráðherra, þegar hún tók á móti síðustu hermönnunum, sem komu frá Afganistan, í gær.

Brotthvarf dönsku hermannanna tengist ákvörðun Joe Biden, Bandaríkjaforseta, um draga bandaríska herinn frá landinu en síðustu hermennirnir eiga að vera farnir úr landi fyrir 11. september næstkomandi. Í kjölfar ákvörðunar Biden ákváðu bandalagsríki Bandaríkjanna að fylgja fordæmi þeirra og kalla herlið sín heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks