fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Flugferðir „út í bláinn“ sækja í sig veðrið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. september 2020 20:31

Singapore Airlines hefur boðið upp á svona ferðir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugmyndin virtist svo fáránleg að hún hefði kannski ekki átt að verða að veruleika en hún varð að veruleika í síðasta mánuði. Þá stóðu tvö flugfélög í Japan og á Taívan fyrir undarlegum flugferðum þar sem áfangastaðurinn var sami flugvöllurinn og flogið var frá. Farþegarnir fóru sem sagt í nokkurra klukkustunda flugferð án nokkurs eiginlegs áfangastaðar.

Næg eftirspurn var eftir þessum ferðum. Farþegarnir fengu auðvitað mat og drykk í ferðinni og þeir sem voru svo heppnir að sitja við glugga gátu notið útsýnisins en reynt var að fljúga yfir fallega staði.

Samkvæmt frétt CNBC þá er þessi ferðamáti nú í þróun sem hluti af „staycation“ hugtakinu sem nær yfir að vera í fríi heima því ekki er hægt að fara úr landi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Sem sagt að vera í fríi en samt heima.

Singapore Airlines ætlar nú að þróa þessa hugmynd aðeins betur og bjóða upp á ferðir með engan áfangastað. Ferðirnar munu hefjast á Changi-flugvellinum í Singapore. Þaðan hefja vélarnar sig á loft og lenda aftur. Þá fara farþegarnir með glæsibifreiðum að lúxushóteli þar sem þeir verða í smá fríi. Þeir sem eru reiðubúnir til að borga nógu mikið geta fengið aðgang að lúxusbiðsal Singapore Airlines þar sem boðið er upp á mat og drykk. Þar hlýtur umgjörðin að vera góð því flugfélagið hefur margoft verið kjörið besta flugfélag heims.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland