fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Pressan

Hákarl varð 17 ára pilti að bana

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. júlí 2020 18:15

Hvíthákarl. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

17 ára ástralskur piltur lést á laugardaginn þegar hákarl réðst á hann við austurströnd Ástralíu. Pilturinn var á brimbretti þegar hákarlinn réðist til atlögu. Vitni segja að hákarlinn hafi ráðist á piltinn síðdegis á laugardaginn þegar hann var á brimbretti við Wooli Beach sem er um 600 km norðan við Sydney.

Fjöldi brimbrettafólks varð vitni að árásinni og reyndi að koma piltinum til bjargar. Þeim tókst að koma honum í land þar sem honum var strax veitt lífsbjargandi aðstoð en þrátt fyrir það tókst ekki að bjarga lífi hans.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að pilturinn hafi hlotið alvarlega áverka á fótum.

Lögreglan lokaði öllum baðströndum á svæðinu í kjölfarið.

Þetta var í fimmta sinn á árinu sem hákarl verður manneskju að bana við strendur Ástralíu. Þrír til viðbótar hafa slasast alvarlega í slíkum árásum. Að meðaltali verða hákarlar einni manneskju að bana árlega í Ástralíu. Á síðasta ári var ekkert andlát af völdum hákarla skráð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Þú ert Dauði læknir, eitrari, morðingi. Þú ert smánarblettur læknastéttarinnar“

„Þú ert Dauði læknir, eitrari, morðingi. Þú ert smánarblettur læknastéttarinnar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nýjar upplýsingar í máli ferðamanns sem hvarf sporlaust fyrir tveimur árum

Nýjar upplýsingar í máli ferðamanns sem hvarf sporlaust fyrir tveimur árum