fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Kvikmyndastjarna óviss um framtíð sína eftir þátttöku í mótmælunum

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 4. júní 2020 17:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndastjarnan John Boyega hélt ræðu á mótmælum Black Lives matter-hreyfingarinnar í Hyde Park í London-borg í gær. Þar ræddi hann um misræmið sem að litað fólk finnur fyrir og samstöðuna sem hefur myndast eftir morðið á George Floyd.

Ræðan virtist taka mikið á Boyega, sem sagðist óviss um að hann myndi fá starf eftir aðkomu sína að mótmælunum. Indiewire greinir frá þessu.

 

Boyega hefur undanfarið gert garðinn frægan í Star Wars-myndunum, þar sem að hann hefur farið með hlutverk Finn.

„Líf svartra hafa alltaf skipt máli. Við höfum alltaf verið mikilvæg. Við höfum alltaf haft þýðing. Við höfum alltaf náð árángri þrátt fyrir mótlæti. Nú er tíminn kominn . Við ætlum ekki að bíða.“

„Nú tala ég frá hjartanu. Sjáið til, ég veit ekki hvort ég fái nokkurntíman vinnu eftir þetta, en skítt með það“!

„Við vitum ekki hvað George Floyd eða Sandra Bland hefðu getað áorkað í lífi sínu, en í dag munum við sýna fram á að það verði ekki óþekkt spurning í eyrum þeirra sem yngri eru.“

Leikarinn hvatti mótmælendur til að halda mótmælunum friðsælum og falla ekki í „gildru“ lögreglunnar sem bíður eftir því að þeim mistakist.

„Þið þurfið að skilja hversu sársaukafullt þetta er. Þið þurfið að vita hversu sársaukafullt það er að vera minntur á það á hverjum degi að kynþáttur þinn hefur enga þýðingu, en það er ekki sannleikurinn og hefur aldrei verið það.“

Í kjölfar ummæla Boyega um að fá mögulega enga vinnu hafa vikið mikla athygli og nú hafa nokkrir af helstu leikstjórum Hollywood sagst ætla að sjá til þess að það gerist ekki. Þar má nefna Jordan Peele, Edgar Wright og Guillermo del Toro.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn