fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

12 milljarða dollara ríkisstuðningur á að bjarga American Airlines

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. mars 2020 09:45

Vél frá American Airlines.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til að koma í veg fyrir uppsagnir og launalækkanir ætlar bandaríska flugfélagið American Airlines að leita á náðir ríkisins og biðja um aðstoð. Fyrirtækið hyggst sækja um allt að 12 milljarða dollara ríkisaðstoð.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem stjórnendur fyrirtækisins sendu starfsfólki þess á mánudaginn. Reuters skýrir frá þessu. Í tilkynningunni er haft eftir Doug Parker, forstjóra félagsins, að stjórnendur þess voni og eigi ekki von á öðru en American Airlines muni aftur hefja starfsemi þegar tekist hefur að ná stjórn á COVID-19 faraldrinum.

Eins og víðast í heiminum hefur flug nær algjörlega lagst af í Bandaríkjunum vegna aðgerða til að hemja útbreiðslu COVID-19. American Airlines hefur aflýst rúmlega helmingi flugferða sinna um óákveðinn tíma. Í síðustu viku sagði Parker að félagið færi nú aðeins helming fyrirhugaðra ferða innanlands og sætanýtingin væri í þessum ferðum væri undir 15 prósentum. Hann sagði að félagði muni fækka ferðum um 60 prósent í apríl og 80 prósent í maí.

Rúmlega 133.000 manns starfa hjá American Airlines.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig