fbpx
Fimmtudagur 28.maí 2020
Pressan

12 milljarða dollara ríkisstuðningur á að bjarga American Airlines

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. mars 2020 09:45

Vél frá American Airlines.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til að koma í veg fyrir uppsagnir og launalækkanir ætlar bandaríska flugfélagið American Airlines að leita á náðir ríkisins og biðja um aðstoð. Fyrirtækið hyggst sækja um allt að 12 milljarða dollara ríkisaðstoð.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem stjórnendur fyrirtækisins sendu starfsfólki þess á mánudaginn. Reuters skýrir frá þessu. Í tilkynningunni er haft eftir Doug Parker, forstjóra félagsins, að stjórnendur þess voni og eigi ekki von á öðru en American Airlines muni aftur hefja starfsemi þegar tekist hefur að ná stjórn á COVID-19 faraldrinum.

Eins og víðast í heiminum hefur flug nær algjörlega lagst af í Bandaríkjunum vegna aðgerða til að hemja útbreiðslu COVID-19. American Airlines hefur aflýst rúmlega helmingi flugferða sinna um óákveðinn tíma. Í síðustu viku sagði Parker að félagið færi nú aðeins helming fyrirhugaðra ferða innanlands og sætanýtingin væri í þessum ferðum væri undir 15 prósentum. Hann sagði að félagði muni fækka ferðum um 60 prósent í apríl og 80 prósent í maí.

Rúmlega 133.000 manns starfa hjá American Airlines.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Vara við árásargjörnum og svöngum rottum

Vara við árásargjörnum og svöngum rottum
Fyrir 2 dögum

Sáum laxa á Brotinu

Sáum laxa á Brotinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea boðar frekari kjarnorkuvopnafælingu

Norður-Kórea boðar frekari kjarnorkuvopnafælingu
Fyrir 3 dögum

Örtröð við Hreðavatn um helgina

Örtröð við Hreðavatn um helgina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan telur sig vita hvar Anne-Elisabeth var myrt

Lögreglan telur sig vita hvar Anne-Elisabeth var myrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Umtalaðasta þáttaröðin í dag – Er sagan fegruð?

Umtalaðasta þáttaröðin í dag – Er sagan fegruð?