fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Flúði til Marokkó undan lögreglunni – Sér mjög eftir því

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. mars 2020 17:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í 32 fermetra fangaklefa í Tiflet 2 öryggisfangelsinu í Marokkó eyðir Ali Al-Hulo, sem er danskur ríkisborgari, dögunum ásamt 14 öðrum föngum. Hann var handtekinn í maí á síðasta ári vegna gruns um spillingu, skjalafals og mútur. Hann var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi en hefur síðan setið í öryggisfangelsinu og beðið eftir framsali til Danmerkur.

Hann er eftirlýstur af dönsku lögreglunni í gegnum alþjóðalögregluna Interpol. Hann er grunaður um grófa líkamsárás í Kaupmannahöfn í september 2018. Þá gekk hópur manna í skrokk á einum. Talið er að árásin tengist átökum glæpagengja í borginni. Ali Al-Hulo var úrskurðaður í gæsluvarðhald, að honum fjarverandi, í nóvember þetta sama ár og lýst var eftir honum á alþjóðavettvangi.

En eins og fyrr segir hefur hann setið í Tiflet 2 öryggisfangelsinu í Marokkó síðan í maí á síðasta ári. Hann hefur lokið afplánun dómsins sem hann fékk þar í landi og bíður framsals til Danmerkur. Sú bið hefur varað í sjö mánuði og ekkert er að gerast í málinu.

„Nú vil ég ekki hljóma eins og einhver væluskjóða en spillingin er svo mikil Það er ekkert klósett, bara gat í gólfinu. Það eru engar dyr svo maður á ekkert einkalíf. Það eru engin rúm, það eru steyptar kojur en engar dýnur.“

Sagði hann í samtali við Ekstra Bladet.

Ali Al-Hulo er ákærður fyrir aðild að líkamsárásinni og þar sem um átök glæpagengja var að ræða liggur tvöföld venjuleg refsing við hinu meinta broti. Að sögn lögmanns hans gæti hann hlotið 12 til 16 mánaða fangelsisdóm.  Hann er því í raun langt kominn með að afplána þá refsingu í Marokkó og samkvæmt dönskum lögum ætti hann nú rétt á að vera látinn laus til reynslu. Hann er ekki sáttur við að sitja í fangelsi í Marokkó.

„Ég vil gjarnan spyrja alla í Danmörku: er sanngjarnt að ég eigi að afplána allan dóminn í öryggisfangelsi í Marokkó?“

Dönsk yfirvöld segjast ekki hafa neinn tíma til að vinna í máli hans núna vegna COVID-19 faraldursins og því þarf hann að dúsa í fangelsinu enn um sinn.

Mörg hundruð manns hafa tjáð sig um fréttina á Facebooksíðu Ekstra Bladet og óhætt er að segja að Ali Al-Hulo eigi enga samúð þeirra sem hafa tjáð sig og virðast flestir telja gott að hann sitji í öryggisfangelsi í Marokkó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?