fbpx
Laugardagur 08.ágúst 2020
Pressan

Var stórleikurinn smitsprengjan fyrir COVID-19? – „Allt passar“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. mars 2020 05:59

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvöldið var ánægjulegt, fólk var spennt en það vissi ekki að kvöldið yrði örlagaríkt í meira lagi. Að minnsta kosti er talið líklegt að þetta febrúarkvöld á Stadio Giuseppe Meazza í Mílanó hafi verið vendipunkturinn hvað varðar útbreiðslu COVID-19 á Ítalíu og þá sérstaklega í Bergamo í norðurhluta Ítalíu.

44.236 knattspyrnuáhugamenn höfðu lagt leið sína á leikvanginn til að fylgjast með leik Atalanta og Valencia í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

„Allt passar. Það er mánuður síðan leikurinn var. Tíminn skiptir miklu máli. Auk þess voru mörg þúsund manns samankomnir, tvo sentimetra frá hvert öðru, æsingur, öskur og faðmlög sem gætu hafa ýtt undir útbreiðslu veirunnar.“

Hefur Corriere dello Sport eftir Francesco Le Foche, lækni og ónæmisfræðingi.

Nú um mánuði síðar er Bergamo miðpunktur COVID-19 faraldursins á Ítalíu. Knattspyrnuliðið Atalanta er frá borginni. Sjúkrahús í borginni eru yfirfull, líkkistum er ekið frá borginni í herflutningabílum, útfarir fara fram á 30 mínútna fresti.

Le Foche, sem starfar á Policlincio Umberto (næststærsta sjúkrahúsi Ítalíu) í Róm, segir að nokkrir þættir hafi valdið því að sjúkdómurinn breiddist svo hratt út.

„En einn stærsti þátturinn gæti hafa verið þessi leikur.“

Sagði hann.

Nokkrir „fullkomnir“ þættir voru til staðar til að ýta undir dreifingu veirunnar þetta kvöld.

COVID-19 veiran var ekki enn kominn efst á lista yfir mál málanna á Ítalíu þennan dag og því var ekki mikið rætt um smithættuna. Af þeim sökum var völlurinn þéttsetinn. Nokkrum dögum síðar var byrjað að aflýsa knattspyrnuleikjum á Ítalíu vegna smithættu.

Vegna framkvæmda við heimavöll Atalanta í Bergamo fóru mörg þúsund stuðningsmenn liðsins 100 km í gegnum Langbarðaland til Mílanó til að horfa á leikinn. Síðan fóru þeir heim aftur. Þeir ferðuðust í járnbrautarlestum, strætisvögnum og bílum.

Þetta var í fyrsta sinn sem Atalanta komst svona langt í Meistaradeildinni og því var áhugi borgarbúa á leiknum mjög mikill.

Atalanta vann leikinn örugglega og það hafði í för með sér mikil fagnaðarlæti, faðmlög og nærveru fólks.

Aldrei fyrr höfðu svo margir mætt á heimaleik Atalanta og skipti þá engu að leikurinn var spilaður í Mílanó.

Allt þetta veldur því að Le Foche telur að leikurinn gæti hafa verið stór smitsprengja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegt tap Lufthansa

Gríðarlegt tap Lufthansa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump – „Engum líkar við mig“

Trump – „Engum líkar við mig“