fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
Pressan

4 ára stúlka spurði ókunnugan mann hvort hún mætti fá mynd af honum – Síðan kom leyndarmál hans í ljós

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. mars 2020 06:15

Dan. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fallegar hugsanir og gjörðir, hversu stórar eða litlar þær eru, geta haft mikil áhrif á annað fólk og jafnvel breytt lífi þess. Þessu komust mæðgurnar Tara Wood og fjögurra ára dóttir hennar, Norah, að dag einn þegar þær voru að versla í heimabæ sínum í Georgíu í Bandaríkjunum. Skyndilega birtist eldri maður við hlið þeirra. Norah tók eftir honum og heilsaði og vildi síðan fá mynd af sér með honum. Maðurinn, sem hét Dan Peterson, var til í það og var það upphafið að svolitlu sérstöku.

Dan var 82 ára þegar þetta gerðist árið 2016. Hann var ekkjumaður og var oft mjög einmana og glímdi við mikið þunglyndi eftir að eiginkona hans lést. Hann vissi ekki á þessum tímapunkti, frekar en mæðgurnar, að þessi fundur þeirra myndi breyta lífi þeirra allra.

Tara skrifaði meðal annars eftirfarandi um þetta á vefsíðu Today.com:

„Á leið heim úr skólanum á afmælisdeginum hennar spurði hún hvort við gætum farið í matvörubúð til að kaupa afmæliskökur fyrir hana og systkini hennar sex.

Hvernig segir maður nei við afmælisstúlku?

Ég setti Norah og yngri bróður hennar í risastóra innkaupakerru og tók stefnuna á bakaríið. Þegar við höfðum tekið kökurnar stoppaði ég við útsöluhillu. Á meðan ég var að skoða vörurnar þar var Norah upptekin við að standa upprétt í körfunni og vinka og hrópa: „Hæ gamli maður! Ég á afmæli í dag!“

Gamli maðurinn var með steinrunnið andlit og mjög loðnar augabrýr. Áður en ég gat sussað á hana eða beðið jörðina um að gleypa mig stoppaði maður og sneri sér að henni. Hann sagði við hana:

„Jæja litla dama! Hvað verður þú gömul í dag?“

Þau ræddu saman í nokkrar mínútur og hann óskaði henni til hamingju með afmælið og hélt sína leið. Nokkrum mínútum síðar spurði hún mig hvort ég gæti tekið mynd af henni með gamla manninum. Ég sagði að við myndum spyrja hann. Svipur hans breyttist hratt úr undrun yfir í mikla ánægju.

Ég tók símann minn upp og þau stilltu sér upp saman. Hún setti hönd sína ofan á hönd hans. Hann starði orðlaus á hana og augu hans glömpuðu. Hún kyssti handarbak hans og lagði það síðan á kinn sína. Hann ljómaði. Ég spurði hann að nafni og hann bað okkur um að kalla sig Dan.

Fyrsta myndin sem var tekin af þeim saman. Mynd:Facebook

Eftir nokkrar mínútur þakkað ég Dan fyrir að hafa eytt tíma í okkur. Hann táraðist og sagði: „Nei, ég þakka ykkur. Þetta er besti dagurinn sem ég hef átt í langan tíma. Þú gerðir mig svo hamingjusaman Norah.“

Þau föðmuðust og við gengum á brott. Norah horfði á eftir honum þar til hann hvarf sjónum. Ég væri að ljúga ef ég segði ykkur að ég hefði ekki tárast við þetta.

Um kvöldið skrifaði ég um þetta á Facebook og birti mynd af þeim. Skömmu síðar fékk ég skilaboð frá lesanda sem þekkti Dan. Konan hans, Mary, lést í mars og hann hafði verið einmanna síðan. Lesandinn vildi láta mig vita að Norah hefði örugglega snert við hjarta hans. Hann hefði haft þörf fyrir þetta og myndi aldrei gleyma þessu. Ég bað um símanúmerið hans og hringdi nokkrum dögum síðar.

Þau skemmtu sér alltaf vel saman. Mynd:Facebook

Við fórum í heimsókn í litla og snotra húsið hans Dan. Þar voru minningar um Mary á hverju strái. Hann var búinn að fara í klippingu, hafði rakað sig og var í fínum fötum. Hann leit út fyrir að hafa yngst um tíu ár. Hann hafði sett barnaborð upp, pappír og liti fyrir Norah. Hann spurði hvort hún vildi teikna myndir sem hann gæti sett á ísskápinn og það vildi hún gjarnan.

Við vorum hjá honum í þrjár klukkustundir. Hann var þolinmóður og góður við mjög svo ræðna dóttur mína sem gat ekki verið kyrr. Hann þurrkaði tómatsósu af kinn hennar og leyfði henni að borða alla kjúklinganaggana.

Dan með nýju vinum sínum. Mynd:Facebook

Þegar við gengum með honum að útidyrunum eftir matinn dró hann upp vasahníf og skar rauða rós og eyddi síðan tíu mínútum í að skera allan þyrnana af henni áður en hann gaf Norah hana.“

Upp úr þessu varð mikil vinátta og skipti engu þótt 78 ár skildu Dan og Norah að. Mæðgurnar heimsóttu hann í hverri viku og hann kom heim til þeirra um hátíðar.

Dan lést þann 10. febrúar síðastliðinn.

Góðir vinir. Mynd:Facebook

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hefja tökur á Avatar 2 á nýjan leik

Hefja tökur á Avatar 2 á nýjan leik
Fyrir 2 dögum

Frábær veiði á Þingvöllum

Frábær veiði á Þingvöllum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dregur Bill Clinton inn í mál Jeffrey Epstein

Dregur Bill Clinton inn í mál Jeffrey Epstein
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leðurblökukonan segir að COVID-19 sé bara toppurinn á ísjakanum

Leðurblökukonan segir að COVID-19 sé bara toppurinn á ísjakanum
Pressan
Fyrir 3 dögum

130 manns segjast vera börn Jeffrey Epstein

130 manns segjast vera börn Jeffrey Epstein
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju virkaði þjófavarnarkerfið á heimili Hagen-hjónanna ekki?

Af hverju virkaði þjófavarnarkerfið á heimili Hagen-hjónanna ekki?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjórir lögreglumenn reknir úr starfi eftir andlát svarts manns – „Það sem ég sá var svo rangt“

Fjórir lögreglumenn reknir úr starfi eftir andlát svarts manns – „Það sem ég sá var svo rangt“