fbpx
Sunnudagur 20.september 2020
Pressan

Engin ný COVID-19 smit greind í Wuhan síðasta sólarhringinn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. mars 2020 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í morgun bárust góðar fréttir frá Kína því þar greindist enginn smitaður af COVID-19 í Wuhan síðasta sólarhringinn. Það er í fyrsta sinn síðan faraldurinn braust út þar í borg sem engin nýsmit greinast í heilan sólarhring.

Kínversk heilbrigðisyfirvöld skýrðu frá þessu í morgun. Einnig kemur fram í tilkynningu yfirvalda að enginn með fasta búsetu í Kína hafi greinst með COVID-19 á meginlandinu síðasta sólarhringinn. 34 smit greindust en þau voru öll í útlendingum.

Þetta eru svo sannarlega góðar fréttir af baráttu Kínverja gegn veirunni sem hefur kostað 3.245 manns lífið þar í landi. Flestir hafa látist í Hubeihéraðinu þar sem borgin Wuhan er.

Átta létust af völdum veirunnar í gær. Samtals hafa 80.928 greinst með veiruna í Kína. Af þeim hafa rúmlega 70.000 náð sér.

Frá Suður-Kóreu, þar sem ástandið er næstverst í Asíu, fjölgaði smitum þriðja daginn í röð samkvæmt tölum frá heilbrigðisyfirvöldum. 152 smit greindust og sjö létust síðasta sólarhringinn.

Samtals hafa 8.565 smit greinst í Suður-Kóreu og hafa 1.500 hinna smituðu náð sér.

Samkvæmt tölum frá John Hopkins sjúkrahúsinu í Bandaríkjunum hafa rúmlega 218.000 greinst með COVID-19 í heiminum. Víða eru ekki tekin sýni úr öllum þeim sem sýna sjúkdómseinkenni og því gæti talan verið miklu hærri. Um 8.800 manns hafa látist af völdum COVID-19 í heiminum öllum. Flestir í Kína, 3.245, en þar á eftir kemur Ítalía þar sem 2.978 hafa látist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullu heitapottsþjófnaðirnir – Glæpagengi sem athafnar sig að degi til

Dularfullu heitapottsþjófnaðirnir – Glæpagengi sem athafnar sig að degi til
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan í Panama fann fjöldagröf sértrúarsafnaðar

Lögreglan í Panama fann fjöldagröf sértrúarsafnaðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

30 milljónir kórónuveirusmita staðfest í heiminum

30 milljónir kórónuveirusmita staðfest í heiminum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkrum mínútum eftir að þær birtu myndina voru þær dánar

Nokkrum mínútum eftir að þær birtu myndina voru þær dánar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump fer gegn orðum eigin sérfræðings – „Hann var ringlaður“

Trump fer gegn orðum eigin sérfræðings – „Hann var ringlaður“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega tveir þriðju hlutar ungra fullorðinna Bandaríkjamanna vita ekki sannleikann um Helförina

Tæplega tveir þriðju hlutar ungra fullorðinna Bandaríkjamanna vita ekki sannleikann um Helförina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kaupmaður setur 18 ára aldurstakmark á eggjakaup – Krefur fólk um skilríki

Kaupmaður setur 18 ára aldurstakmark á eggjakaup – Krefur fólk um skilríki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Orðrómur um að Íranar hyggist ráða bandarískan sendiherra af dögum – Trump hótar hefndum

Orðrómur um að Íranar hyggist ráða bandarískan sendiherra af dögum – Trump hótar hefndum