fbpx
Laugardagur 19.september 2020
Pressan

Amazon fjölgar starfsfólki um 100.000 vegna COVID-19 og hækkar launin

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. mars 2020 06:59

Amazon er stærsta netverslun heims.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska netverslunin Amazon nýtur góðs af hversu margir vinna heima þessa dagana vegna COVID-19 veirunnar. Það kemur fyrirtækinu einnig vel að fólk heldur sig meira heima við en áður til að forðast smit. Af þessum sökum hefur fólk meiri tíma til að skoða úrvalið hjá netversluninni og hefur salan aukist mikið. Svo mikið að fyrirtækið ætlar nú að fjölga starfsfólki sínu um 100.000 og hækka laun.

Dave Clark, sem hefur yfirumsjón með lager og dreifingarkerfi fyrirtækisins, segir að mikil söluaukning hafi orðið og það hafi í för með sér að fyrirtækið þurfi að fjölga starfsfólki mikið, aldrei fyrr hafi verið svona mikil þörf fyrir svo margt starfsfólk á þessum árstíma.

Fyrirtækið tilkynnti einnig að það ætli að hækka tímakaup starfsfólks um tvo dollara á tímann fyrir lok apríl.

Byrjað er að auglýsa lausar stöður og er um blöndu af hlutastörfum og heilsdagsstörfum að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Skammar Solskjær
Pressan
Í gær

Hafa haldið sig frá kosningabaráttu síðustu 175 ár – Blanda sér nú í bandarísku forsetakosningarnar

Hafa haldið sig frá kosningabaráttu síðustu 175 ár – Blanda sér nú í bandarísku forsetakosningarnar
Pressan
Í gær

Flugferðir „út í bláinn“ sækja í sig veðrið

Flugferðir „út í bláinn“ sækja í sig veðrið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur hjá WHO – Þetta er bara byrjunin á heimsfaraldrinum

Sérfræðingur hjá WHO – Þetta er bara byrjunin á heimsfaraldrinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa leitað 17 ára stúlku síðan í júlí – Nú hefur málið tekið nýja stefnu

Hafa leitað 17 ára stúlku síðan í júlí – Nú hefur málið tekið nýja stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Undarleg hegðun háhyrninga við strendur Portúgals og Spánar

Undarleg hegðun háhyrninga við strendur Portúgals og Spánar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu þrettán dularfullar múmíur í brunni

Fundu þrettán dularfullar múmíur í brunni