Mánudagur 30.mars 2020
Pressan

Amazon fjölgar starfsfólki um 100.000 vegna COVID-19 og hækkar launin

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. mars 2020 06:59

Amazon er stærsta netverslun heims.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska netverslunin Amazon nýtur góðs af hversu margir vinna heima þessa dagana vegna COVID-19 veirunnar. Það kemur fyrirtækinu einnig vel að fólk heldur sig meira heima við en áður til að forðast smit. Af þessum sökum hefur fólk meiri tíma til að skoða úrvalið hjá netversluninni og hefur salan aukist mikið. Svo mikið að fyrirtækið ætlar nú að fjölga starfsfólki sínu um 100.000 og hækka laun.

Dave Clark, sem hefur yfirumsjón með lager og dreifingarkerfi fyrirtækisins, segir að mikil söluaukning hafi orðið og það hafi í för með sér að fyrirtækið þurfi að fjölga starfsfólki mikið, aldrei fyrr hafi verið svona mikil þörf fyrir svo margt starfsfólk á þessum árstíma.

Fyrirtækið tilkynnti einnig að það ætli að hækka tímakaup starfsfólks um tvo dollara á tímann fyrir lok apríl.

Byrjað er að auglýsa lausar stöður og er um blöndu af hlutastörfum og heilsdagsstörfum að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífsiðnaðurinn í Danmörku finnur fyrir COVID-19

Kynlífsiðnaðurinn í Danmörku finnur fyrir COVID-19
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump stefnir á að opna Bandaríkin á nýjan leik – „Hann er greinilega ekki í tengslum við raunveruleikann“

Trump stefnir á að opna Bandaríkin á nýjan leik – „Hann er greinilega ekki í tengslum við raunveruleikann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru kjöraðstæður fyrir COVID-19 hér á landi? – Smitast best í litlum loftraka og 5 til 11 gráðu hita

Eru kjöraðstæður fyrir COVID-19 hér á landi? – Smitast best í litlum loftraka og 5 til 11 gráðu hita
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þú getur líklegast smitast oft af kórónuveiru á lífsleiðinni

Þú getur líklegast smitast oft af kórónuveiru á lífsleiðinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óttaðist COVID-19 mikið og tók klórókínfosfat sem varð honum að bana

Óttaðist COVID-19 mikið og tók klórókínfosfat sem varð honum að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tifandi COVID-19 sprengja – „Hverjir eiga að deyja?“

Tifandi COVID-19 sprengja – „Hverjir eiga að deyja?“
Pressan
Fyrir 5 dögum

FBI segir öfgamenn ætla að reyna að smita lögreglumenn og gyðinga af COVID-19

FBI segir öfgamenn ætla að reyna að smita lögreglumenn og gyðinga af COVID-19
Pressan
Fyrir 5 dögum

Greta Thunberg telur sig vera með COVID-19

Greta Thunberg telur sig vera með COVID-19