fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Pressan

Áhugamenn finna fjársjóð frá miðöldum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 06:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir áhugamenn um forleifafræði hafa, með aðstoð málmleitartækja sinna, fundið myntfjársjóð frá miðöldum. Áhugamennirnir tveir fundu fjölda mynta á akri í nágrenni Harlev í Danmörku og áttuðu sig strax á því að þetta væru ekki bara einhverjar myntir. Þeir höfðu því samband við Moesgaard Museum.

Það kom í ljós að það var um meira en nokkrar myntir að ræða, við uppgröftinn hafa fundist 103 borgarastríðsmyntir frá miðöldum. Jen Jeppesen, safnstjóri Moesgaard Museum, sem hefur tekið þátt í grafa upp fjársjóðinn, segir að þegar um sé að ræða svo margar myntir, sé talað um fjársóð. Hann segir að það sé mjög sérstakt að finna svo margar myntir grafnar niður á einum og sama staðnum.

Mikil aukning á merkilegum uppgötvunum

Samkvæmt safnstjóranum finnast margar stakar myntir, en hann hefur ekki séð fjársjóð af þessu tagi í 30 ár. Hann segir að um leið og þeim fjölgi sem leita fjásjóða með aðstoð málmleitartækja, fjölgi uppgötvunum eins og þessari. Málmleitartækin komast lengra út á akrana, á svæði þar sem annars væri ekki leitað.

Það sem þykir merkilegast við að finna myntirnar 103 er meðal annars að myntirnar hafa verið grafnar, allar í einu, þegar Danmörk var á mörkum upplausnar fyrir 700 árum síðan. Myntirnar lágu í langri röð og segir safnstjórinn að það sé greinilegt að þær hafi verið plægðar upp. Hann segir ennfremur að það sé líklegt þær hafi verið grafnar í leðurpoka af einhverjum sem vildi fela eignir sínar á óvissutímum.

Fjársjóðurinn verður rannsakaður

Fjársjóðurinn fannst nýlega, þannig að það hefur ekki enn gefist tími til að rannsaka hann almennilega. Það lítur út fyrir að elstu myntirnar séu frá tímum Erik Menved II, eða frá árunum 1286-1319. Það lítur einnig út fyrir að myntirnar séu allar frá sama tímabili. Moesgaard Museum mun nú fá aðstoð sérfræðinga, sem hafa sérhæft sig í að rannsaka myntir, til þess að rannsaka fjársóðinn. Moesgaard Museum vinnur enn að uppgreftri þar sem myntirnar fundust til þess að ganga úr skugga um að ekki liggi fleiri myntir í jörðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sagði innbrotsþjóf hafa myrt móður sína – Svo kom sannleikurinn í ljós

Sagði innbrotsþjóf hafa myrt móður sína – Svo kom sannleikurinn í ljós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot