fbpx
Sunnudagur 05.apríl 2020
Pressan

Búa sig undir að 80 prósent Breta fái veiruna – 500 þúsund gætu dáið

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk yfirvöld búa sig undir að allt að 80 prósent Breta, fjórir af hverjum fimm landsmönnum, fái COVET-19 kórónaveiruna. Þetta kemur fram í minnisblaði frá breska þjóðaröryggisráðinu sem breska blaðið The Sun fjallaði um í gærkvöldi.

Það skal strax tekið fram að um er að ræða spá sem gerir ráð fyrir því versta og segir fulltrúi breskra stjórnvalda að það þýði ekki að spáin muni rætast. Nauðsynlegt sé þó að gera ráð fyrir öllum þáttum enda óvissuþættirnir enn margir. Ef þessi spá rætist gætu rúmlega 50 milljónir manna í Bretlandi fengið veiruna og allt að 500 þúsund manns látist.

Í frétt The Sun, sem til dæmis Telegraph vitnar til, kemur fram að þessar tölur séu að finna í skýrslu breskra stjórnvalda sem ber yfirskriftina: Covid-19 Reasonable Worst Case Scenario.

Í skýrslunni er einnig fjallað um það mikla álag sem gæti myndast á breskum heilbrigðisstofnunum, um tvær milljónir manna gætu þurft að leggjast inn á sjúkrahús fari allt á versta veg.

Tilfellum COVET-19 kórónaveirunnar heldur áfram að fjölga. Í morgun var greint frá því að þrjú ný tilfelli hefðu komið upp í Frakklandi. Sautján hafa nú smitast þar í landi og tveir látist. Þá greindu yfirvöld í Íran frá því að 19 væru látnir af völdum veirunnar þar í landi og 44 ný tilfelli hefðu verið staðfest. Eru staðfest smit í Íran nú orðin 139.

Yfirvöld í Kúveit greindu svo frá því í morgun að sex ný tilfelli hefðu greinst þar og eru þau nú orðin átján samtals. Þá greindu yfirvöld í Suður-Kóreu frá því að 115 ný tilfelli hefðu greinst á síðastliðnum sólarhring. Eru staðfest tilfelli nú orðin 1.261.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg hugmyndaauðgi fólks hvað varðar varnarbúnað gegn COVID-19

Ótrúleg hugmyndaauðgi fólks hvað varðar varnarbúnað gegn COVID-19
Pressan
Fyrir 2 dögum

Strangtrúaðir gyðingar harðneita að fara eftir fyrirmælum varðandi COVID-19

Strangtrúaðir gyðingar harðneita að fara eftir fyrirmælum varðandi COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hóstaði á lögreglumenn og grýtti snýtibréfi í þá við handtöku – Úrskurðaður í gæsluvarðhald

Hóstaði á lögreglumenn og grýtti snýtibréfi í þá við handtöku – Úrskurðaður í gæsluvarðhald
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mýtur um COVID-19 – Hvað er rétt og hvað er rangt?

Mýtur um COVID-19 – Hvað er rétt og hvað er rangt?